Af þeim 3.125 einstaklingum sem eru í hópi 1 prósent tekjuhæstra á Íslandi eru sex prósent fólk sem hefur sáralitlar eða því sem næst engar launatekjur heldur nánast eingöngu fjármagnstekjur. Þannig eru 189 manns með undir 500 þúsund krónur á mánuði í launatekjur, þar af eru 55 konur. Fjármagnstekjur eru tekjur á borð við vaxtatekjur, arð, söluhagnað eða leigutekjur.
Elsti einstaklingurinn á þessum lista er fæddur árið 1929 og sá yngsti árið 1992.
Stærstur hluti tekna þessa fólks er því skattlagður minna en það sem flestir greiða í skatt af launum sínum. Fjármagnstekjuskattur er 22% á meðan tekjuskattur á tekjur undir 336.916 krónur í laun á mánuði er 35,04%, eftir að skattleysismörkum er náð.
Högnuðust um 2,8 milljarða en borguðu engan tekjuskatt
Algengt er að þeir sem fá miklar fjármagnstekjur hafi selt fyrirtæki sín. Í fyrstu tíu sætum hátekjulistans eru þrír aðilar sem …
Athugasemdir