Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hagnaðist um 1660 milljónir: Seldi hlutabréf til félags sem fyrrverandi framkvæmdastjórinn stýrir

Eign­ar­halds­fé­lag 'Bjarna Ár­manns­son­ar skil­aði 1.660 millj­óna hagn­aði í fyrra. Ein af eign­un­um sem fé­lag­ið seldi var orku­fyr­ir­tæk­ið Ís­lensk orkumiðl­un. Verð­mat fyr­ir­tæk­is­ins var að miklu leyti við­skipta­vild upp á 600 millj­ón­ir og tengd­ist Bjarni for­stjóra kaup­and­ans nán­um bönd­um.

Hagnaðist um 1660 milljónir: Seldi hlutabréf til félags sem fyrrverandi framkvæmdastjórinn stýrir
600 milljóna króna viðskiptavild Verðmatið á Íslenskri orkumiðlun, þar sem Bjarni Ármannsson var stærsti hluthafiinn, byggði meðal annars á 600 milljóna viðskiptavild. Mynd: Iceland Seafood

Hlutdeild eignarhaldsfélags Bjarna Ármannssonar, fjárfestis og forstjóra almenningshlutafélagsins Icelandic Seafood, í sölu hlutabréfa fyrirtækisins Íslenskrar Orkumiðlunar ehf. til almenningshlutafélagsins Festis  í fyrra, nam rúmlega 234 milljónum króna. Samkvæmt nýjasta ársreikningi félags Bjarna, Sjávarsýnar ehf., fyrir árið 2020 hagnaðist félagið um tæplega 1.613 milljónir króna í fyrra en meðal þeirra viðskipta sem félagið stundaði var sala hlutabréfanna í Íslenskri orkumiðlun til N1. Sjávarsýn átti 32,5 prósent í Íslenskri orkumiðlun og keypti N1 85 prósent í félaginu. Greitt var fyrir bréfin með reiðufé og hlutabréfum í Festi. 

Íslensk orkumiðlun er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að kaupa raforku á smásölumarkaði og selja til neytenda. Fyrirtækið hefur verið ofarlega á lista yfir ódýrustu orkusala landsins, ásamt meðal annars hinu nýstofnaða fyrirtæki Straumlind. Slík fyrirtæki eru því í reynd eins konar milliliðir á milli raforkufyrirtækja og neytenda. 

,,Mjög gott verð fyrir Festi“

Félag Bjarna sem seldi hlutabréfin, Sjávarsýn ehf., er gríðarlega sterkt fjárfestingarfélag sem …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár