Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Bræður greiða hæsta skatta á Vestfjörðum

Tvenn­ir bræð­ur eru á topp fimm lista yf­ir þá sem hæsta skatta greiða á Vest­fjörð­um. Guð­bjart­ur og Jakob Val­geir Flosa­syn­ir verma efstu tvö sæt­in. Deil­ur við skatta­yf­ir­völd skekkja mögu­lega mynd­ina þeg­ar kem­ur að Magnúsi Hauks­syni sem er þriðji í röð­inni sam­kvæmt álagn­ing­ar­skrá.

Bræður greiða hæsta skatta á Vestfjörðum
Útgerðarfjölskylda í Bolungarvík Hér eru bræðurnir með föður og syni Jakobs Valgeirs. Frá vinstri, Guðbjartur Flosason, Daði Valgeir Jakobsson, Flosi Valgeir Jakobsson, faðir Guðbjartar og Jakobs, og svo Jakob Valgeir Flosason. Mynd: MBL / Halldór Sveinbjörnsson

Guðbjartur Flosason, framleiðslustjóri og einn eigenda útgerðarfyrirtækisins Jakobs Valgeirs í Bolungarvík, er skattakóngur Vestfjarða árið 2020. Guðbjartur greiddi 92,8 milljónir króna í skatta á síðasta ári, þar af rúmar 89 milljónir króna í fjármagnstekjuskatt. Samkvæmt álagningarskrá hafði Guðbjartur 418 milljónir króna í tekjur á síðasta ári, þar af 405 milljónir rúmar í fjármagnstekjur.

Í öðru sæti er bróðir Guðbjarts, Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður og fjárfestir, búsettur í Ísafjarðarbæ. Jakob Valgeir greiddi samkvæmt álagningarskrá tæpar 66 milljónir króna í skatta á síðasta ári. Þar af greiddi hann 56,5 milljónir króna í fjármagnstekjuskatt. Samkvæmt gögnum Skattsins hafði Jakob Valgeir 283 milljónir króna í tekjur á síðasta ári, þar af 256,8 milljónir í fjármagnstekjur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2021

Samtöl við skattakónga
ViðtalTekjulistinn 2021

Sam­töl við skattakónga

Þau sem eru hluti af 1 pró­sent tekju­hæstu Ís­lend­ing­un­um sam­kvæmt álagn­inga­skrá eiga marg­ar og mis­mun­andi sög­ur að baki, bæði af sigr­um og sorg­um. Stund­in ræð­ir við nokk­ur þeirra. „Svo þeg­ar ég er bú­inn að eign­ast alla þessa pen­inga núna þá kann ég ekk­ert að nota þá,“ seg­ir næst­hæsti skatt­greið­andi á land­inu. „Það má and­skot­inn vita hvað verð­ur gert við þetta,“ seg­ir skattakóng­ur að vest­an.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár