Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Landsmenn jákvæðari gagnvart sósíalisma en kapítalisma

Mjótt er þó á mun­un­um. Í könn­un MMR fyr­ir Sósí­al­ista­flokk­inn sögð­ust kon­ur hins veg­ar af­ger­andi já­kvæð­ari gagn­vart sósí­al­isma en kapí­tal­isma.

Landsmenn jákvæðari gagnvart sósíalisma en kapítalisma
Mótmæli í Ástralíu Konur eru hrifnari af sósíalisma en kapítalisma ef marka má könnun MMR. Mynd: Shutterstock

31 prósent svarenda sögðust jákvæðir gagnvart sósíalisma í könnun sem MMR gerði fyrir Sósíalistaflokk Íslands. 29 prósent sögðust jákvæðir gagnvart kapítalisma.

Könnunin var gerð dagana 8. til 14. júlí. Svöruðu 945 einstaklingar og var könnunin gerð á netinu. 43 prósent svarenda sögðust neikvæðir gagnvart kapítalisma, en 41 prósent neikvæðir gagnvart sósíalisma. Þannig var mjög mjótt á mununum.

Þegar litið er til afstöðu eftir kyni kemur hins vegar í ljós að 51 prósent kvenna sögðust neikvæðar gagnvart kapítalisma og 41 prósent sögðust jákvæðar gagnvart sósíalisma. Þannig virðist félagshyggja njóta mikillar hylli kvenna umfram kapítalisma.

Hjá körlum var þessu hins vegar öfugt farið. 37 prósent þeirra sögðust jákvæðir gagnvart kapítalisma og 49 prósent þeirra neikvæðir gagnvart sósíalisma. Lítill munur var á afstöðunni eftir því hvort svarendur eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni.

Einnig var spurt um afstöðu til nýfrjálshyggju. Voru svarendur afgerandi andvígir henni. 51 prósent sögðust neikvæðir, en aðeins 13 prósent jákvæðir. Var lítill munur á körlum og konum að þessu leyti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár