Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni meðhöndlara fyrir að hafa nauðgað Ragnhildi Eik Árnadóttur þegar hún leitaði til hans í meðferð vegna bakverkja. Ragnhildur Eik steig fram í Stundinni fyrir ári síðan og lýsti brotum Jóhannesar. Jóhannes var sakfelldur í janúar síðastliðnum fyrir fjögur kynferðisbrot, sambærileg og í máli Ragnhildar Eikar.
Jóhannes er ákærður fyrir að hafa í tvígang í janúar 2012 brotið gegn Ragnhildi með því að hafa káfað á kynfærum hennar, rassi og brjóstum og sett fingur í leggöng hennar án þess að hún gæfi samþykki fyrir nokkru af þeim gjörðum. Er Jóhannes sagður hafa beitt Ragnhildi ólögmætri nauðung með því að misnota sér það traust sem hún bar til hans.
Ragnhildur kærði Jóhannes fyrir nauðgun og kynferðislega áreitni undir lok árs 2018, ein fimmtán kvenna sem kærðu hann fyrir kynferðisbrot við meðhöndlun á stoðkerfisvanda. …
Athugasemdir