Stundin bauð Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítala, í viðtal um stöðuna á bráðamóttökunni og spítalanum. Stjórn spítalans tók hins vegar þá ákvörðun að Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs, myndi svara spurningum Stundarinnar í hans stað og fyrir hönd stjórnarinnar.
Nú hefur stjórn spítalans fundað um stöðuna. Hvað hefur komið fram á þeim fundum og hvað hefur komið út úr þeim? Hverju hefur verið breytt og hvað hefur verið gert til að takast á við stöðuna?
Guðlaug: „Við höfum verið að breyta innlagnarferlinu og hver kemur að því, svo sérgreinar komi meira að inni á bráðamóttökunni. Það hefur ýmislegt verið gert til þess að draga úr þessari stöðu og flýta því að sjúklingar komist inn á deildir.“
Hvað fleira hafið þið sett af stað síðustu daga og vikur?
Guðlaug: „Við vorum með þessa ellefu vinnuhópa í kjölfar átakshóps á vegum heilbrigðisráðherra sem greindu stöðuna hvað varðar hvort það þyrfti fleiri hágæslurými …
Athugasemdir