Rannsókn Landlæknisembættisins á hópsýkingunni á Landakoti síðasta vetur hefur leitt í ljós að einna helst mega rekja hana til ófullkominnar hólfaskiptingar sem stuðlaði að mikilli og hraðri útbreiðslu smita innan landakots. Þá var fræðslu og þjálfun starfsmanna ásamt eftirliti með fylgni við sýkingarvarnir ábótabvant.
Í niðurstöðum sínum bendir landlæknir á að skortur hafi verið á sýnatökum á Landakoti, bæði í hópsýkingunni og aðdraganda hennar sem „leiddi til þess að smit uppgötvuðust seinna en ella og dreifðust á aðrar stofnanir“. Atburðarrásins bendir þá til þess að skort hafi á aðgerðarstjórnun í upphafi hópsýkingarinnar.
Á skömmum tíma greindust smit hjá 99 sjúklingum og starfsmönnum á Landakoti og í kjöldarið var Landspítali færður á neyðarstig. Smit dreifðust þá einnig frá Landakoti á tvær aðrar stofnanir sem leiddi til dauðsfalla. „Þetta er ein alvarlegasta og umfangsmesta hópsýking sem orðið hefur innan íslensks heilbrigðiskerfis,“ …
Athugasemdir