Hver einasti starfandi sérfræðilæknir á bráðamóttöku, að yfirlæknum frátöldum, skrifuðu undir bréf til forstjóra Landspítalans, Páls Matthíassonar, þann 6. maí síðastliðinn, þar sem þeir sögðu Landspítala vera „vísvitandi að setja sjúklinga og starfsfólk í hættu“.
Læknarnir mátu ástandið á bráðamóttökunni þannig að vegna stöðunnar munu „óþarfa alvarleg atvik koma upp sem geta jafnvel leitt til dauða“, að hætt sé við því að sjúklingar fái „ranga greiningu og þannig ranga meðferð“, að vegna manneklu sérfræðilækna á deildinni sé „augljóslega ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga sem leita á bráðamóttöku“ og að sjúklingar munu verða fyrir óþarfa töf sem í sumum tilfellum getur verið „lífshættuleg“.
Einn þeirra sérfræðilækna sem skrifuðu undir bréfið er Eggert Eyjólfsson, starfandi bráðalæknir á bráðamóttöku, sem segir forstjóra spítalans hafa svarað erindinu samdægurs í óformlegum tölvupósti þar sem hann tilgreindi að erindið væri móttekið og skoðað fljótt. „Síðan heyrum við ekki neitt fyrr en bara í síðustu viku. …
Athugasemdir