Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fyrirtæki Róberts Wessman hafa sett um tvo milljarða króna í fjölmiðla

Fjár­fest­ir­inn Ró­bert Wessman og fé­lög hans lán­uðu Birni Inga Hrafns­syni og fjöl­miðl­um hans meira en 1.200 millj­ón­ir króna í heild­ina á ár­un­um 2012 til 2017. Eft­ir að Björn Ingi hvarf úr hlut­hafa­hópi Press­unn­ar ár­ið 2017 setti Ró­bert um 700 millj­ón­ir króna inn í rekst­ur tíma­rita­út­gáf­unn­ar Birt­ings.

Fyrirtæki Róberts Wessman hafa  sett um tvo milljarða króna í fjölmiðla
Tveir millarðar í fjölmiðla Fjárfestirinn Róbert Wessmann og félög honum tengd settu samtals um 2 milljarða króna inn í fjölmiðla Björns Inga Hrafnssonar og Birting á árunum 2012 til 2020. Mynd: Alvogen

Fyrirtæki í eigu Róberts Wessman, fjárfestis og eins eigenda og forstjóra samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen, hafa fjárfest í fjölmiðlum á Íslandi með beinum eða óbeinum hætti fyrir um tvo milljarða króna á síðastliðnum áratug. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Um er að ræða fjármuni sem fyrirtæki Róberts settu í fjölmiðla sem Björn Ingi Hrafnsson, núverandi eigandi og ritstjóri vefsíðunnar Viljans, stýrði allt frá árinu 2012 og fjármuni sem settir voru inn í tímaritaútgáfuna Birting frá árinu 2017 til 2020.

Samskiptastjóri Aztiq fjárfestingarfélags Róberts Wessmann, Lára Ómarsdóttir, segir í svari til Stundarinnar að sannfæringarkraftur Björns Inga Hrafnssonar hafi ráðið miklu um það að Róbert setti svo mikið af fé í fjölmiðlarekstur hans. „Stutta svarið við spurningum blaðamanns er að það var tilviljun ein sem réði því að Aztiq og tengdir aðilar eignuðust í Pressunni og síðar Birtingi. Sölumannshæfileikar og sannfæringakraftur eigandi Pressunnar á þeim tíma skýrir hvers vegna Pressan fékk mikið fé að láni …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár