Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hættur að borða í mótmælaskyni við grímuskyldu

Þrátt fyr­ir að Zor­an Kokatovic hafi lækn­is­vott­orð um að hann geti ekki bor­ið and­lits­grímu var hon­um mein­að að sinna vinnu sinni grímu­laus. Þá fær hann ekki af­greiðslu í mat­vöru­versl­un­um án þess að bera grímu. Hef­ur hann því hætt að borða í mót­mæla­skyni.

Þrátt fyrir að hafa vottorð um að hann geti ekki borið andlitsgrímu hefur Zoran Kokatovic verið meinað að sinna vinnu sinni í Kringlunni grímulaus. Þá hefur honum verið úthýst úr matvöruverslunum vegna þess að hann hefur neitað að bera grímu. Er nú svo komið að Zoran hefur hætt að borða í mótmælaskyni við því að honum sé gert að bera grímu.

Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir að verslunarmiðstöðin sé ekki opinber bygging og því sé heimilt að setja þar reglur um að allir skuli bera grímu, án undantekninga. Ítrekuðum erindum Zorans til heilbrigðisráðuneytisins vegna málsins hefur ekki verið svarað, þrátt fyrir að umboðsmaður Alþingis hafi óskað svara vegna málsins. „Ég er með læknisvottorð, ég er ekki í hungurverkfalli, mér er bara bannað að fara inn í matvörubúð og kaupa mat,“ segir Zoran.

Zoran hefur starfað sem rekstarstjóri kaffihússins Café Roma í Kringlunni en í enduðum marsmánuði fékk hann erindi frá rekstrarstjóra Kringlunnar þar sem honum er bönnuð för um Kringluna beri hann ekki andlitsgrímu. Zoran fékk hins vegar útgefið læknisvottorð 25. nóvember á síðasta ári varðandi þetta. Í því segir: „Það vottast hér með að viðkomandi getur ekki borið andlitsgrímu af læknisfræðilegum ástæðum.“ Undir vottorðið skrifar heimilislæknir Zorans. Ástæða þess að Zoran getur ekki borið grímu er að hann er haldinn taugasjúkdómi sem getur valdið ofnæmisviðbrögðum við skerta súrefnisinntöku.

Vottorð ZoransEins og sjá má þá hefur Zoran vottorð frá heimilislækni um að hann geti ekki borið grímu.

Undanþáguákvæði vegna heilsufars

Í gildandi sóttvarnarreglugerð kemur fram í grein 4. að skylt sé að nota andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra fjarlægðartakmarkanir. Þó eru undanþáguákvæði í reglugerðinni, sem ná til þeirra sem fengið hafa Covid-19, til þeirra sem hafa ekki skilning eða þroska til að nota andlitsgrímu eða geta það ekki af öðrum ástæðum, svo sem vegna heilsufars.

Zoran hafði um all langt skeið sinnt vinnu sinni í Kringlunni án þess að bera grímu. „Lögreglan kom þrisvar vegna þess. Ég sýndi þeim læknisvottorð og það var allt í lagi. Ég fékk síðan bréf frá framkvæmdastjóra Kringlunnar seint í marsmánuði þar sem sagði að ég mætti ekki lengur fara um Kringluna án þess að bera grímu. Samt veit hann allt um mín veikindi, að ég sé með læknisvottorð og hvernig sóttvarnarreglurnar eru. En það á ekki að fara eftir þeim reglum í Kringlunni.“

Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir engar undanþágur gefnar

Stundin ræddi við Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóra Kringlunnar, og spurði hann hvers vegna læknisvottorð Zorans væri ekki tekið gilt. Sigurjón segir einfalda svarið vera að grímuskylda sé í Kringlunni. „Og engar undanþágur gefnar frá því. Hvort sem menn hafa verið sprautaðir eða af læknisfræðilegum ástæðum. Það er vegna þess að okkur er heimilt, við erum ekki opinber bygging, við erum hús í einkaeigu, að setja okkur þær reglur sem við teljum að séu til heilla fyrir húsið í heild. Það að ætla að eltast við mann og annan þegar hér koma kannski á bilinu 12 til 20 þúsund manns á dag með ólíkar skýringar á því út af hverju það ekki getur notað grímur, þá er það ekki gerlegt í framkvæmd. Menn setja bara ákveðnar reglur og mönnum ber að fara eftir þeim.“

Spurður hvort hann telji ekki óeðlilegt að setja Zoran þær skorður sem raun ber vitni og koma í veg fyrir að hann geti stundað atvinnu sína, í ljósi þess að hann hafi læknisvottorð um að hann geti ekki borið grímu, segir Sigurjón svo ekki vera. „Mér finnst það ekki. Þessi regla er sett í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu. Við fylgjum henni eftir með þessum hætti og ef menn geta ekki sinnt störfum sínum þá eru þeir bara í forföllum og verða að fá aðra til að sinna störfum sínum, það er svo einfalt.“

„Ef ég fer inn í matvörubúð fæ ég ekki afgreiðslu vegna þess að ég er ekki með grímu“
Zoran Kokatovic

Atli Már Ingólfsson lögmaður sendi fyrir hönd Zorans fyrirspurn til landlæknisembættisins 26. mars síðastliðinn. Þar kemur fram að þrátt fyrir undanþágu frá grímuskyldu, með læknisvottorði, hafi rekstraraðili Kringlunnar meinað Zoran að sinna nauðsynlegum erindisrekstri í Kringlunni, þar á meðal aðgangi að salerni. Vildi Atli fá svör við því hvort ekki væri rétt að í sóttvarnarreglugerð væri heimild til að nýta vottorð vegna heilsufars til að sleppa við grímuskyldu. „Getur embættið eitthvað útskýrt hvort þessi óvægna afstaða á sér réttlætingu eða væri hægt að fá svar við því hvort ástæðulaust sé að banna þeim alla umferð í Kringlunni þar sem þau séu með vottorð fyrir því að geta ekki borið andlitsgrímu?“

Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnarsviði, svaraði eftirfarandi fyrir hönd embættis landlæknis. „Það þarf að fylgja reglugerðinni.“ Benti Guðrún á að hafa samband við heilbrigðisráðuneytið vegna málsins.

Umboðsmaður alþingis spyr ráðuneytið um málið

Zoran sendi erindi á heilbrigiðsráðuneytið í mars vegna þessa en án þess að fá skýr svör. Hann sendi ítrekun á heilbrigðisráðuneytið ásamt því að senda afrit á dómsmála-, utanríkis- og forsætisráðuneytin 26. apríl síðastliðinn þar sem hann óskar enn eftir viðbrögðum. Einu viðbrögðin sem borist hafa eru tilkynning frá dómsmálaráðuneytinu um að málinu hafi verið vísað til heilbrigðisráðuneytisins.

„Ég er með læknisvottorð, ég er ekki í hungurverkfalli, mér er bara bannað að fara inn í matvörubúð og kaupa mat. Ef ég fer inn í matvörubúð fæ ég ekki afgreiðslu vegna þess að ég er ekki með grímu. Ég reyndi að sýna læknisvottorðið og líka sóttvarnarreglugerðina, grein númer fjögur, og líka grein 65. í stjórnarskránni en þeir vilja ekki sjá þetta. Ég kallaði sjálfur á lögregluna vegna þess að það var verið að brjóta á mér. Lögreglan kom og henti mér út úr búðinni. Mér er ráðlagt að panta mat í gegnum netið, en ég segi að ef að gyðingum eða svörtu fólki væri gert að kaupa mat á netinu og bara hvítt fólk fengi þann lúxus að kaupa mat í búðum, þá væri það mismunum,“ segir Zoran og bendir á að í 65. grein stjórnarskrárinnar, sem nefnd hefur verið jafnræðisregla stjórnarskrárinnar, komi fram að allir skuli njóta mannréttinda án tillits til stöðu sinnar í þjóðfélaginu.

„Ég er bara helvíti svangur núna og líður ekki vel“
Zoran Kokatovic

Zoran gerir ekki athugasemd við almenna grímuskyldu til varnar útbreiðslu Covid-19. Hann telur hins vegar að verið sé að brjóta á sínum réttindum. „Ég skil að krakkar sem vinna í Bónus skilji þetta ekki en mér finnst skrýtið að heilbrigðisráðherra skilji þetta ekki. Ég vil ekki láta mismuna mér, brjóta á mér,“ segir Zoran. Hann sendi umboðsmanni Alþingis erindi vegna málsins 28. apríl síðastliðinn. Þar er kvartað yfir sinnuleysi heilbrigðisráðuneytisins við að bregðast við og svara fyrirspurnum vegna málsins. Umboðsmaður sendi heilbrigðisráðuneytinu erindi 3. maí síðastliðinn þar sem farið er fram á að ráðuneytið upplýsi umboðsmann um hvað líði afgreiðslu erindis Zorans. „Þess er óskað svör berist umboðsmanni eigi síðar en 20. maí nk.“

 Zoran segir að hann sé afskaplega vonsvikinn yfir því hvernig tekið hafi verið á máli hans. Þá sé hann farið að svengja all verulega enda hafi hann hætt að borða 22. apríl síðastliðinn. „Ég á ekki mat, ég get ekki farið í búð. Ég er bara helvíti svangur núna og líður ekki vel. Ég held áfram að vera svangur þar til ég fæ svar við bréfum mínum til yfirvalda.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár