Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hættur að borða í mótmælaskyni við grímuskyldu

Þrátt fyr­ir að Zor­an Kokatovic hafi lækn­is­vott­orð um að hann geti ekki bor­ið and­lits­grímu var hon­um mein­að að sinna vinnu sinni grímu­laus. Þá fær hann ekki af­greiðslu í mat­vöru­versl­un­um án þess að bera grímu. Hef­ur hann því hætt að borða í mót­mæla­skyni.

Þrátt fyrir að hafa vottorð um að hann geti ekki borið andlitsgrímu hefur Zoran Kokatovic verið meinað að sinna vinnu sinni í Kringlunni grímulaus. Þá hefur honum verið úthýst úr matvöruverslunum vegna þess að hann hefur neitað að bera grímu. Er nú svo komið að Zoran hefur hætt að borða í mótmælaskyni við því að honum sé gert að bera grímu.

Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir að verslunarmiðstöðin sé ekki opinber bygging og því sé heimilt að setja þar reglur um að allir skuli bera grímu, án undantekninga. Ítrekuðum erindum Zorans til heilbrigðisráðuneytisins vegna málsins hefur ekki verið svarað, þrátt fyrir að umboðsmaður Alþingis hafi óskað svara vegna málsins. „Ég er með læknisvottorð, ég er ekki í hungurverkfalli, mér er bara bannað að fara inn í matvörubúð og kaupa mat,“ segir Zoran.

Zoran hefur starfað sem rekstarstjóri kaffihússins Café Roma í Kringlunni en í enduðum marsmánuði fékk hann erindi frá rekstrarstjóra Kringlunnar þar sem honum er bönnuð för um Kringluna beri hann ekki andlitsgrímu. Zoran fékk hins vegar útgefið læknisvottorð 25. nóvember á síðasta ári varðandi þetta. Í því segir: „Það vottast hér með að viðkomandi getur ekki borið andlitsgrímu af læknisfræðilegum ástæðum.“ Undir vottorðið skrifar heimilislæknir Zorans. Ástæða þess að Zoran getur ekki borið grímu er að hann er haldinn taugasjúkdómi sem getur valdið ofnæmisviðbrögðum við skerta súrefnisinntöku.

Vottorð ZoransEins og sjá má þá hefur Zoran vottorð frá heimilislækni um að hann geti ekki borið grímu.

Undanþáguákvæði vegna heilsufars

Í gildandi sóttvarnarreglugerð kemur fram í grein 4. að skylt sé að nota andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra fjarlægðartakmarkanir. Þó eru undanþáguákvæði í reglugerðinni, sem ná til þeirra sem fengið hafa Covid-19, til þeirra sem hafa ekki skilning eða þroska til að nota andlitsgrímu eða geta það ekki af öðrum ástæðum, svo sem vegna heilsufars.

Zoran hafði um all langt skeið sinnt vinnu sinni í Kringlunni án þess að bera grímu. „Lögreglan kom þrisvar vegna þess. Ég sýndi þeim læknisvottorð og það var allt í lagi. Ég fékk síðan bréf frá framkvæmdastjóra Kringlunnar seint í marsmánuði þar sem sagði að ég mætti ekki lengur fara um Kringluna án þess að bera grímu. Samt veit hann allt um mín veikindi, að ég sé með læknisvottorð og hvernig sóttvarnarreglurnar eru. En það á ekki að fara eftir þeim reglum í Kringlunni.“

Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir engar undanþágur gefnar

Stundin ræddi við Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóra Kringlunnar, og spurði hann hvers vegna læknisvottorð Zorans væri ekki tekið gilt. Sigurjón segir einfalda svarið vera að grímuskylda sé í Kringlunni. „Og engar undanþágur gefnar frá því. Hvort sem menn hafa verið sprautaðir eða af læknisfræðilegum ástæðum. Það er vegna þess að okkur er heimilt, við erum ekki opinber bygging, við erum hús í einkaeigu, að setja okkur þær reglur sem við teljum að séu til heilla fyrir húsið í heild. Það að ætla að eltast við mann og annan þegar hér koma kannski á bilinu 12 til 20 þúsund manns á dag með ólíkar skýringar á því út af hverju það ekki getur notað grímur, þá er það ekki gerlegt í framkvæmd. Menn setja bara ákveðnar reglur og mönnum ber að fara eftir þeim.“

Spurður hvort hann telji ekki óeðlilegt að setja Zoran þær skorður sem raun ber vitni og koma í veg fyrir að hann geti stundað atvinnu sína, í ljósi þess að hann hafi læknisvottorð um að hann geti ekki borið grímu, segir Sigurjón svo ekki vera. „Mér finnst það ekki. Þessi regla er sett í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu. Við fylgjum henni eftir með þessum hætti og ef menn geta ekki sinnt störfum sínum þá eru þeir bara í forföllum og verða að fá aðra til að sinna störfum sínum, það er svo einfalt.“

„Ef ég fer inn í matvörubúð fæ ég ekki afgreiðslu vegna þess að ég er ekki með grímu“
Zoran Kokatovic

Atli Már Ingólfsson lögmaður sendi fyrir hönd Zorans fyrirspurn til landlæknisembættisins 26. mars síðastliðinn. Þar kemur fram að þrátt fyrir undanþágu frá grímuskyldu, með læknisvottorði, hafi rekstraraðili Kringlunnar meinað Zoran að sinna nauðsynlegum erindisrekstri í Kringlunni, þar á meðal aðgangi að salerni. Vildi Atli fá svör við því hvort ekki væri rétt að í sóttvarnarreglugerð væri heimild til að nýta vottorð vegna heilsufars til að sleppa við grímuskyldu. „Getur embættið eitthvað útskýrt hvort þessi óvægna afstaða á sér réttlætingu eða væri hægt að fá svar við því hvort ástæðulaust sé að banna þeim alla umferð í Kringlunni þar sem þau séu með vottorð fyrir því að geta ekki borið andlitsgrímu?“

Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnarsviði, svaraði eftirfarandi fyrir hönd embættis landlæknis. „Það þarf að fylgja reglugerðinni.“ Benti Guðrún á að hafa samband við heilbrigðisráðuneytið vegna málsins.

Umboðsmaður alþingis spyr ráðuneytið um málið

Zoran sendi erindi á heilbrigiðsráðuneytið í mars vegna þessa en án þess að fá skýr svör. Hann sendi ítrekun á heilbrigðisráðuneytið ásamt því að senda afrit á dómsmála-, utanríkis- og forsætisráðuneytin 26. apríl síðastliðinn þar sem hann óskar enn eftir viðbrögðum. Einu viðbrögðin sem borist hafa eru tilkynning frá dómsmálaráðuneytinu um að málinu hafi verið vísað til heilbrigðisráðuneytisins.

„Ég er með læknisvottorð, ég er ekki í hungurverkfalli, mér er bara bannað að fara inn í matvörubúð og kaupa mat. Ef ég fer inn í matvörubúð fæ ég ekki afgreiðslu vegna þess að ég er ekki með grímu. Ég reyndi að sýna læknisvottorðið og líka sóttvarnarreglugerðina, grein númer fjögur, og líka grein 65. í stjórnarskránni en þeir vilja ekki sjá þetta. Ég kallaði sjálfur á lögregluna vegna þess að það var verið að brjóta á mér. Lögreglan kom og henti mér út úr búðinni. Mér er ráðlagt að panta mat í gegnum netið, en ég segi að ef að gyðingum eða svörtu fólki væri gert að kaupa mat á netinu og bara hvítt fólk fengi þann lúxus að kaupa mat í búðum, þá væri það mismunum,“ segir Zoran og bendir á að í 65. grein stjórnarskrárinnar, sem nefnd hefur verið jafnræðisregla stjórnarskrárinnar, komi fram að allir skuli njóta mannréttinda án tillits til stöðu sinnar í þjóðfélaginu.

„Ég er bara helvíti svangur núna og líður ekki vel“
Zoran Kokatovic

Zoran gerir ekki athugasemd við almenna grímuskyldu til varnar útbreiðslu Covid-19. Hann telur hins vegar að verið sé að brjóta á sínum réttindum. „Ég skil að krakkar sem vinna í Bónus skilji þetta ekki en mér finnst skrýtið að heilbrigðisráðherra skilji þetta ekki. Ég vil ekki láta mismuna mér, brjóta á mér,“ segir Zoran. Hann sendi umboðsmanni Alþingis erindi vegna málsins 28. apríl síðastliðinn. Þar er kvartað yfir sinnuleysi heilbrigðisráðuneytisins við að bregðast við og svara fyrirspurnum vegna málsins. Umboðsmaður sendi heilbrigðisráðuneytinu erindi 3. maí síðastliðinn þar sem farið er fram á að ráðuneytið upplýsi umboðsmann um hvað líði afgreiðslu erindis Zorans. „Þess er óskað svör berist umboðsmanni eigi síðar en 20. maí nk.“

 Zoran segir að hann sé afskaplega vonsvikinn yfir því hvernig tekið hafi verið á máli hans. Þá sé hann farið að svengja all verulega enda hafi hann hætt að borða 22. apríl síðastliðinn. „Ég á ekki mat, ég get ekki farið í búð. Ég er bara helvíti svangur núna og líður ekki vel. Ég held áfram að vera svangur þar til ég fæ svar við bréfum mínum til yfirvalda.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár