Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þakklát fyrir frábært skipulag á sóttkvíarhóteli

Sophie Mara flaug frá Hollandi til Ís­lands og dvaldi í fimm daga á sótt­kví­ar hót­eli í mið­borg Reykja­vík­ur. Hún skil­ur ekki hvernig nokk­ur gæti kvart­að yf­ir að­bún­aði þar og vill koma á fram­færi þökk­um fyr­ir góð­ar mót­tök­ur og skipu­lag hjá yf­ir­völd­um.

Þakklát fyrir frábært skipulag á sóttkvíarhóteli

„Ég er semsagt hér vegna þess að ég kom til að heimsækja börnin mín,“ segir Sophie Mara glaðlegri röddu en hún er stödd á sóttvarnarhóteli við Borgartún þegar ég hringi í hana. Þetta er hennar fjórði dagur í sóttkví á hótelinu  en samkvæmt nýrri reglugerð verða ferðamenn sem ferðast frá þeim löndum Evrópu  þar sem nýgengi smita er hæst að dvelja á sóttvarnarhóteli.   Sophie er hálf belgísk og hálfur marokkóbúi en hefur búið mestalla ævi í Hollandi utan nokkurra ára hér á Íslandi. „Ég er kokkur og hef verið að vinna í Hollandi undanfarið eitt og hálft ár á meðan íslenskur barnsfaðir minn er með börnin, tvær táningsstúlkur á Íslandi. Þetta er í fjórða skiptið sem ég hef ferðast til Íslands eftir að Covid faraldurinn hófst. Fyrstu skiptin voru einfaldari þar sem ég gat lokið sóttkví í stúdióbúð hjá barnsföður mínum. En í þetta sinn var ég búin að heyra að þeir sem kæmu  frá háhættulöndum vegna Covid-19 þyrftu að gista á sóttvarnarhóteli þá hugsaði ég bara, já auðvitað, maður bara fer eftir reglunum, hvers vegna ekki.“

Hollendingar misst trú á sóttvörnum 

Sophie útskýrir að ástandið í Hollandi hafi verið slæmt í gegnum allan faraldurinn en nýgengi smita þar er með þeim hæstu í Evrópu. „ Þetta hefur verið rússibanareið að búa þar á þessum tíma. Þeir hafa farið frá því að vera með engar takmarkanir eða reglur upp í að loka algerlega öllu. Þá meina ég engin söfn, engir veitingastaðir, engar sundlaugar, engar líkamsræktarstöðvar, engir skólar, bara ekki neitt. Ég held að margir á Íslandi átti sig ekki á því hvað ástandið hefur verið slæmt í Evrópu. Ég er kokkur og ég náði að halda starfinu mínu í gegnum fyrstu lokanirnar en þegar önnur bylgja fór af stað missti ég vinnuna mína og fór þá að elda fyrir fólk svona „freelance“, kom heim til fólks og útbjó fallegar máltíðir. 

„Ég held að margir á Íslandi átti sig ekki á því hvað ástandið hefur verið slæmt í Evrópu“

Ég bý í Rotterdam og það er risastór borg og Covid tímabilið þar hefur verið erfitt fyrir íbúa. Það er bara blaðamannafundur á tveggja vikna fresti, það var kosningabarátta á sama tíma og maður hafði á tilfinningunni að þetta snérist aðallega um einhvern pólitískan leik. Fólk missti trú á yfirvöldum og ráðleggingum og reglum þeirra. Sumir fóru að neita að ganga með grímur og fóru ekki eftir sóttvarnarreglum eða mótmæltu bólusetningum og veiran bara fór út um allt og allt varð verra og verra. Það má ekki fara út úr húsi eftir klukkan níu núna sem er ekki svo slæmt þannig séð nema kannski andlega, það er mjög skrýtið að vera bannað að fara út. Það sem mér hefur fundist erfiðast í þessu öllu er að hafa stöðugar áhyggjur af því hvenær og hvernig ég gæti næst komið heim til Íslands til að hitta stelpurnar mínar. Sóttvarnir í Hollandi eru ekki upp á marga fiska, þegar ég sneri þangað aftur eftir að hafa eytt jólunum á Íslandi þá fannst mér skrýtið að þurfa ekki að skila eyðublaði þegar ég lenti, ég fór alla leið í gegnum tollinn og enginn spurði mig að neinu.“ 

Var leidd í gegnum allt ferlið frá lendingu

Sophie útskýrir að hún hafi í þetta sinn þurft að fylla pappíra út á netinu um hvenær og hvernig hún væri að koma til Íslands og hvers vegna því því samkvæmt núverandi reglugerð verða farþegar frá þessum löndum að hafa gilda ástæðu til dvalarinnar.  

„Ég þurfti að taka PCR próf og fékk vottorð um neikvætt próf til að sýna á Schiphol flugvellinum í Amsterdam. Ég tékkaði mig inn, sýndi vottorðið, passinn minn var skoðaður aftur áður en ég gekk um borð í flugvélina, vottorðið skoðað og var aftur spurð af hverju ég væri að ferðast til Íslands. Flugferðin var þægileg, ég var í þriggja raða Boeing vél með aðeins um fimmtíu öðrum farþegum, mest fólki sem var búsett á Íslandi og fékk góða þjónustu um borð.  Ég var dálítið stressuð því ég vissi ekki hvernig þetta sóttkvíarhótel gekk fyrir sig en það sem gerðist var það að um leið og stígur frá borði á Keflavíkurflugvelli þá er einhver sem tekur á móti þér og leiðir þig áfram í gegnum öll skrefin.“ Sophie ítrekar að á engum tímapunkti hafi  hún verið ein, það hafi alltaf verið mjög almennilegt fólk sem leiðbeindi henni alla leið og henni hafi fundist það aðdáunarvert skipulag. 

„Fyrst fer maður í sýnatöku á flugvellinum þar sem maður þarf aftur að framvísa vegabréfi“

„Fyrst fer maður í sýnatöku á flugvellinum þar sem maður þarf aftur að framvísa vegabréfi, svo fer maður í gegnum tollinn og þá eru lögreglumenn sem aftur skoða vegabréfið og spyrja af hverju maður er á landinu og þá fær maður sérstakan stimpil í vegabréfið en þar stendur nafnið á hótelinu sem maður á að fara á. Maður fær bækling þar sem maður getur lesið sér til um sóttkvíar reglur og svo sögðu tveir lögreglumenn og hjúkrunarkona hvaða flugvallarrútu ég ætti að fara í. Sýnatakan á flugvellinum og rútan kostuðu ekki neitt og hótelið er líka frítt. Þú þarft aldrei að borga fyrir neitt. Við keyrðum til Reykjavíkur og ég hélt að ég myndi verða í Fosshótelinu en var á hóteli skammt hjá sem heitir Storm Hotel.“

Allt starfsfólkið sem tók á móti okkur var frá Rauða krossinum og mér fannst aðdáunarvert að þarna var fólk sem talaði allskonar tungumál, til þess að geta betur útskýrt reglurnar fyrir þeim sem eru að koma. Þarna var til dæmis spænskur maður sem talaði enga ensku og þá kom stúlka sem talaði við hann á reiprennandi spænsku, og ég heyrði frönsku og pólsku líka talaða. Ég var bókuð inn á herbergi og var spurð hvort ég reykti.“ Sophie hlær og segist hafa hugsað guð minn góður ég byrjaði að reykja aftur um daginn, ég mun deyja ef ég get ekki reykt. En slíkt var ekki vandamál, hún fékk að velja sér reyk herbergi þar sem má reykja út um gluggann. „Ég var spurð um sérþarfir í mat, hvort ég væri með ofnæmi og fleira og ég ákvað að panta mér grænmetisfæði þrátt fyrir að ég sé ekki grænkeri, ég var bara forvitin að vita hvernig sá matur yrði. Svo fékk ég bara upplýsingablað um til dæmis að þeir séu með 24 tíma herbergjaþjónustu og einnig var boðið upp á sálgæslu ef maður þyrfti á því að halda. Mér fannst það alveg frábært að það hafi verið hugsað út í það.“

Ferskur, hollur matur þrisvar á dag

Að vera á hótelinu var semsagt eins og að vera á fínu hóteli, nema að þú mátt ekki fara neitt út úr herberginu nema í fylgd með starfsmanni Rauða krossins. Ég mátti fara tvisvar út að ganga á þessu tímabili í einn klukkutíma í senn og þá voru reglurnar að fara ekki í búðir eða neitt og alltaf vera í minnst 2 metra fjarlægð ef maður mætir manneskju. Maður má ekki snerta neitt í almenningsrýmum hótelsins, ekki lyftuhnappinn eða dyrahún eða neitt.“

Sophie segir að matarþjónustan hafi verið mjög góð. „Ég fékk matinn upp að dyrum þrisvar á dag og allt sem ég hef fengið hefur verið mjög gott. Ég er nú einu sinni matreiðslumaður og er ansi „picky“ um hvað ég vel mér að borða. Þetta var kannski ekki akkúrat eitthvað sem ég hefði gert en þetta var fullt af ferskum ávöxtum og grænmeti,quinoa salöt, fullt af avocado og margt fleira. Þetta er líka allt algerlega ókeypis og framleitt af sjálfboðaliðum rauða krossins. Ég fékk eins mikið te, sódavatn og kaffi eins og ég vildi í herberginu mínu, og ef mig langaði í eitthvað sérstakt var ekkert mál að fá það bara sent á hótelið. Herbergið sjálft var fallegt svona „standard double deluxe“ stærð með king size rúmi, hreinum handklæðum á hverjum degi og ég bara hef ekki neitt slæmt að segja um neitt af þessu.“ 

„Þá fann ég aðeins fyrir því að vera innilokuð og frelsissvipt“

Spurð um hvaða dagar hefðu verið erfiðastir þá svarar Sophie að dagur eitt og tvö hefðu verið auðveldastir. „Þá var ég bara spennt að vera þarna á hótelinu og lét fara vel um mig. Á þriðja degi leiddist mér dálítið og langaði í eitthvað annað að borða og pantaði mér hamborgara. Þá fann ég aðeins fyrir því að vera innilokuð og frelsissvipt.  Úti var sól úti og fallegt og þá fór ég í gönguferð sem var gott þrátt fyrir að það væri skrýtið að hitta engan. Ég bara gekk meðfram sjávarsíðunni og naut þess að fá sólina í andlitið. Ég hef annars verið að lesa heilmikið, ég kom með nóg af bókum. Ég tala við vini og fjölskyldu og börnin mín og hef horft á nokkrar frábærar heimildarmyndir eða hangið í tölvunni. Ég hef ekki hitt neinn þar sem gestir mega ekki hitta neinn annan. Ég gæti lýst þessu dálítið eins og kvikmyndinni Lost in Translation,“ segir hún og hlær. „En á morgun fer ég í annað PCR próf og er þá frjáls eins og fuglinn ef allt fer vel. Mig langaði svo mikið til að þakka Íslandi fyrir að gera sóttkví eins þægilega og völ er á fyrir fólk sem þarf að fara í hana. Ég er þakklát Rauða krossi Íslands fyrir þetta einstaklega frábæra skipulag, mig langar að þakka fólkinu sem stendur vaktina í eldhúsinu. Þetta hefur virkilega allt verið eins gott og það mögulega gæti verið undir þessum óvenjulegu  kringumstæðum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár