Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fjórir vilja gegna formennsku NÝLÓ

Fjór­ir fram­bjóð­end­ur sækj­ast eft­ir kjöri til for­manns Ný­l­ista­safns­ins, en all­ir fram­bjóð­end­ur eru lista­kon­ur með viða­mikla reynslu af list­sköp­un, fé­lags­störf­um og sýn­ing­ar­stjórn­un.

Fjórir vilja gegna formennsku NÝLÓ
Barátta um formennsku Kosið verður milli fjögurra formannskandidata á ársfundi NÝLÓ á morgun, 28. apríl. Mynd úr sýningunni Ómar af kynngimagnaðri fjarveru eftir Karl Ómarsson. Mynd: nylo.is

Fjórar listakonur sækjast eftir stöðu formanns Nýlistasafnsins, en félagsmenn geta kosið á milli þeirra á ársfundi NÝLÓ 28. apríl. Frambjóðendur eru Freyja Eilíf, sýningarstjóri Skynlistasafnsins; Helena Aðalsteinsdóttir, sýningarstjóri Central Saint Martins háskóla í Lundúnum; Jóna Hlíf Halldórsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Gerðarsafns og Sunna Ástþórsdóttir, framkvæmdastjóri NÝLÓ.

Nýlistasafnið er elsta starfandi listamannarekna rými landsins, en það er í senn safn og sýningarrými sem hefur það markmið að varðveita og sýna samtímalist og vera vettvangur fyrir tilraunir og alþjóðlega umræðu um myndlist.

Formaður er kosinn til eins árs í senn, en á fundinum verður einnig kosið um fjögur sæti í stjórn til tveggja ára og þrjú sæti í varastjórn til eins árs. Eftirfarandi texti fylgir framboðum frambjóðanda til formanns.

Freyja Eilíf

Freyja Eilíf (f. 1986) útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskólans árið 2014 og hefur unnið við eigin listsköpun og sýningarstjórn síðan þá, ásamt því að hafa starfrækt sýningarýmið Ekkisens í Þingholtunum, sem hýsti rúmlega 100 sýningar á árunum 2014 - 2019. Í sama húsnæði opnaði hún Skynlistasafnið árið 2019 sem er sýningarstýrt rými og vinnustofa. 

Út frá starfi sínu sem eigandi Ekkisens og Skynlistasafnsins hefur Freyja Eilíf haldið utan um fjölmörg samsýningarverkefni í Reykjavík, á landsbyggðinni og líka í Evrópu og Bandaríkjunum m.a. í HilbertRaum í Berlín, Durden & Ray í Los Angeles, DZIALDOV í Berlín, Two Queens í Leicester og Metropol í Tallinn. Þá hefur hún einnig tekið þátt í Supermarket Art Fair í Stokkhólmi og í OPAF listamessunni í San Pedro, Kaliforníu.

Árið 2016 var Freyja Eilíf var handhafi Tilberans, verðlauna fyrir hugrekki og atorkusemi á sviði myndlistar. Hún hefur hlotið starfslaunastyrki úr sjóði listamannalauna og dvalið í vinnustofudvölum á vegum Cité des arts í París, Frakklandi, Fylkeskultursenter í Tromsö, Noregi, Kunstnerhuset í Lofoten, Noregi, Kunstlerhaus FRISE í Hamborg, Þýskalandi og SÍM í Berlín.

Meðfram listsköpun sinni hefur hún meðal annars starfað sem tæknimaður í Listasafni Reykjavíkur, við kennslu á fornáms- og sjónlistabraut í Myndlistarskóla Reykjavíkur og sem gestakennari í The Vilnius Academy of Art. 

Nánari upplýsingar

Helena Aðalsteinsdóttir

Helena Aðalsteinsdóttir er sýningarstjóri og listamaður. Síðastliðin tíu ár hefur hún unnið við fjölbreytt störf innan listastofnana, allt frá listamannareknum sýningarrýmum, til safna og menntastofnana. Hún stafar sem sýningarstjóri í Central Saint Martins háskóla í London og hefur nýlega sýningarstýrt sýningu í Kling&Bang. Árið 2017 stofnaði hún sýningarrými í Amsterdam, at7 og sýningarstýrði sýningum þar til 2019. Auk þess er hún ein af stofnendum Laumulistasamsteypunnar, sem er alþjóðleg vinnustofa listamanna í Hrísey. Hún útskrifaðist með BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2014, nam MA nám í myndlist í Sandberg Instituut í Amsterdam árið 2015 og lauk MA námi í sýningarstjórnun við Central Saint Martins í London árið 2019. Helena hefur tekið þátt í samsýningum í Harbinger, Nýlistasafninu og á Sequences VIII. Einnig hefur hún sýnt víða í Evrópu og Afríku, t.d. Addis Ababa Video Festival, Partcours listahátíð í Dakar og Art Licks listahátíð í London.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Jóna Hlíf hefur umfangsmikla reynslu af myndlistarstörfum og stjórnun í myndlist en hún hefur verið sjálfstætt starfandi myndlistarmaður frá 2006, formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík (2011-2013), formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna (2014-2018) og forstöðumaður Gerðarsafns (2019 - 2021). Hún hefur setið í stjórnum fyrir Skaftfell, Bandalag íslenskra listamanna og Listahátíð í Reykjavík. Jóna Hlíf hefur einnig verið ritstjóri tímaritsins STARA sem hefur að markmiði að efla umræðu og þekkingu á myndlist. 

Jóna Hlíf hefur fest sig í sessi sem viðurkenndur listamaður með staðgóða þekkingu á myndlist, sýningarstjórnun, safnastarfi og listkennslu. Hún er virk á sínum fagvettvangi á alþjóðavísu og hefur haldið fjölda einkasýninga og samsýninga í áhrifamiklum söfnum og sýningarstöðum hérlendis. Verk hennar eru í eigu helstu listasafna á Íslandi og hefur hún fimm sinnum hlotið starfslaun listamanna. 

Jóna Hlíf hefur verið stundakennari hjá Listaháskóla Íslands síðan 2013 og Myndlistaskólanum á Akureyri síðan 2010. Hún hefur unnið sem sjálfstætt starfandi sýningarstjóri meðfram eigin listsköpun. Hún hefur stofnað og rekið gallerí í samstarfi við aðra, Gallerí Box (2005-2009) og Verksmiðjuna á Hjalteyri sem hlaut Eyrarrósina 2016 sem framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. 

Jóna Hlíf útskrifaðist frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri 2005, lauk MFA-gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2007 og MA í listkennslu frá Listaháskólanum 2013.

Sunna Ástþórsdóttir

Ég heiti Sunna Ástþórsdóttir og býð mig fram til formanns Nýlistasafnsins. Ég er starfandi framkvæmdastjóri safnsins og hef undanfarinn áratug leitt fjölbreytt verkefni í þágu myndlistar bæði hér heima og á erlendum vettvangi. 

Ég útskrifaðist úr listfræði við Kaupmannahafnarháskóla árið 2018 en ég bjó hátt í áratug í Danmörku. Þar vann ég meðal annars sem verkefnastjóri hjá Cph Art Week, Den Frie Udstillingsbygning (sýningarrými í eigu listamanna), Nikolaj Kunsthal, og listamanninum Simon Starling. 

Síðan ég flutti heim til Íslands hef ég starfað hjá Nýló samhliða sjálfstæðri verkefnavinnu og hef látið til mín taka sem sýninga- og verkefnastjóri,  textahöfundur og framleiðandi fyrir listamenn, listamannarekin rými og sýningastofnanir. Þar á meðal eru Listasafn Reykjavíkur, Listaháskóli Íslands, Myndhöggvarafélagið, Artzine, Listahátíð í Reykjavík, Ríkisútvarpið og Samband íslenskra myndlistarmanna. Nú síðast tók ég þátt í stofnun myndlistartímaritsins Myndlist á Íslandi, framundan er sýningarstjórnun fyrir Hjólið 2021 og útskriftarsýningu meistaranema í myndlist. Að auki er ég formaður stjórnar Sequences.

Í Nýló hef ég stýrt daglegum rekstri og skipulagt og stýrt sýningum og verkefnum, til að mynda yfirlitssýningu Ástu Ólafsdóttur og nýlegri samsýningu Ragnheiðar Gestsdóttur, Sindra Leifssonar og Sigrúnar Hrólfsdóttur. Hér hef ég notið mín síðustu 2,5 ár og ber þar hæst tilraunagleðin, frjótt og innihaldsríkt samstarf við listamenn og almenning — eitthvað sem væri spennandi að þróa áfram. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
4
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár