Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Uhunoma stefnir Áslaugu Örnu

Mál níg­er­íska hæl­is­leit­and­ans Uhunoma Osayomore var þing­fest í morg­un. Lög­mað­ur seg­ir hann aldrei hafa not­ið máls­með­ferð­ar sem fórn­ar­lamb man­sals og kær­u­nefnd út­lend­inga­mála reyni eft­ir megni að ve­fengja trú­verð­ug­leika hans.

Uhunoma stefnir Áslaugu Örnu
Höfðar mál Uhunoma hefur höfðað mál til að fá úrskurði kærunefndar útlendingamála hnekkt

Nígeríski hælisleitandinn Uhunoma Osayomore hefur höfðað mál á hendur Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins til að fá úrskurð kærunefndar útlendingamála ógiltan. Mál þess efnis var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Í málinu er þess krafist að nýlegur úrskurður kærunefndarinnar, þar sem ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja Unhunoma um alþjóðlega vernd hér á landi og dvalarleyfi af mannúðarástæðum, verði ógiltur.

Í stefnu Ununoma er byggt á því að hann hafa á engu stigi fengið málsmeðferð hjá íslenskum stjórnvöldum sem fórnarlamb mansals. Það hafi ekki verið gert þrátt fyrir að upphafleg frásögn hans hjá Útlendingastofnun hafi gefið sterklega til kynna að svo væri. Þá hefur Uhunoma sótt viðtalsmeðferð hjá Stígamótum og lagt fram gögn þar um til kærunefndar. Í þeim gögnum kemur fram að það sé skoðun fagaðila að frásögn hans og upplifun samrýmist þeirri reynslu sem mansalsfórnarlömb hafa lýst hjá Stígamótum.

„Þetta mál er eitt margra síðustu misseri þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi“

„Þetta mál er eitt margra síðustu misseri þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. Það er ákaflega sorgleg þróun og ekki í takt við þær áherslur stjórnvalda á mannréttindi og vernd þeirra sem hafa orðið fyrir ofbeldi af þessu tagi,“ segir Magnús D. Norðdahl lögmaður Uhunoma.

Gagnrýna kærunefnd harðlega

Í stefnu Uhonoma er gagnrýnt harðlega hvernig kærunefnd útlendingamála dragi úr trúverðugleika hans. Hann sé þannig látinn gjalda þess að hafa á fyrri stigum hjá Útlendingastofnun einungis greint frá sumum tilvikum þegar hann var seldur mansali en ekki öllum. „Það er alþekkt og mjög skiljanlegt að mansalsfórnarlömb eiga erfitt með að greina frá öllum áföllum sínum og því er mælst til þess að fagaðilar stýri viðtölum við svo viðkvæma hópa. Sú var ekki raunin, hvorki hjá Útlendingastofnun né hjá kærunefnd útlendingamála,“ segir Magnús.

Í stefnunni segir að enn fremur að mat íslenskra stjórnvalda á aðstæðum í Nígeríu fyrir þolendur mansals og kynferðislegs ofbeldis sé rangt og óforsvaranlegt. Þá sé Uhunoma alls ekki öruggur komi til endursendingar hans til Nígeríu.

Þá segir að kærunefnd dragi túrverðugleika Uhunoma í efa á grundvelli þess að hann hafi tekið upp vestrænt gælunafn við komuna til Evrópu og að hann hafi opnað Facebook reikning undir því nafni. Bent er á að slík hegðun sé mjög algeng hjá fólki í sömu stöðu. „Það er eins og kærunefnd útlendingamála setji sig í stellingar rannsóknarlögreglu og reyni eftir fremsta megni að véfengja trúverðugleika Uhunoma Osayomore að því er virðist í þeim tilgangi einum að styðja þá fyrirfram teknu ákvörðun að synja honum um vernd,“ segir Magnús.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár