Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Reykjavíkurborg braut á marxísku lífsskoðunarfélagi

Ákvörð­un borg­ar­in­anr um að neita DíaMat – fé­lagi um díal­ektíska efn­is­hyggju um lóð án end­ur­gjalds var úr­skurð­uð ólög­mæt af sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu. Borg­ar­ráð hef­ur nú á nýj­an leik synj­að fé­lag­inu um lóða­út­hlut­un.

Reykjavíkurborg braut á marxísku lífsskoðunarfélagi
Ólögmæt ákvörðun en engu að síður synjað Vésteinn Valgarðsson, formaður DíaMat, er vafalítið ókátur með lyktir mála.

Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja lífsskoðunarfélaginu DíaMat – félagi um díalektíska efnishyggju um lóðaúthlutun án endurgjalds undir byggingu fyrir starf félagsins var ólögmæt. Ákvörðunin var tekin af skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar sem hefur ekki umboð til slíkrar ákvarðanatöku samkvæmt stjórnsýslulögum. Borgarráð hefur nú á nýjan leik synjað umsókn félagsins og því ekki útlit fyrir að það geti reist húsnæði til að breiða út hinn marxíska boðskap í í bráð.

DíaMat fór fram á það í maí 2017 að Reykjavíkurborg úthlutaði félaginu lóð án endurgjalds og vísaði til laga um Kristnisjóð en lögin leggja þá skyldu á herðar sveitarfélögum að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur. Færð hafa verið rök fyrir því að sömu skyldur gildi um önnur skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög vegna jafnræðisreglu og banns við mismunun á grundvelli trúarskoðana. Í röksemdum DíaMats var þannig bent á að með breytingu á lögum um skráð trúfélög árið 2013, þegar heiti laganna var meðal annars breytt í Lög um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög hefði komið fram í greinargerð að tilgangurinn laganna væri að jafna stöðu trúfélaga og lífsskoðunarfélaga.

Margra ára flækja

Í umsókn DíaMats kom fram að félagið hefði hug á að reisa skála undir starfsemi félagsins. Í ágúst sama ár, 2017, var umsókn DíaMat hafnað á þeim forsendum að Reykjavíkurborg hefði ekki markað sér stefnu um það hvaða skilyrði trúfélag eða lífsskoðunarfélag þurfi að uppfylla til að fá úthlutað lóð.

DíaMat kærði ákvörðun borgarinnar til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins en ráðuneytið synjaði kröfu félagsins með úrskurði 5. apríl 2019 og staðfesti synjun Reykjavíkurborgar á lóðaúthlutuninni. Við það vildi DíaMat ekki una heldur leitað álits umboðsmanns Alþingis í málinu. Umboðsmaður sendi frá sér álit 6. apríl þar sem embættið komst að því að úrskurður ráðuneytisins hefði ekki verið í samræmi við lög og var því beint til ráðuneytisins að taka málið upp að nýju yrði eftir því leitað. Það gerði DíaMat í maí 2020.

Niðurstaða ráðuneytisins um að synjun borgarinnar hafi verið ólögmæt byggist á því að það var skrifstofa eigna- og atvinnuþróunar sem tók ákvörðun þar um, eftir að borgarráð hafði samþykkt að senda skrifstofunni málið til meðferðar. Skrifstofan hefur hins vegar ekki formlegt umboð til fullnaðarafgreiðslu mála, sem synjun á lóðaúthlutun telst vera og borgarráð staðfesti enn fremur ekki synjunina. Þar af leiðandi var ákvörðuninin ólögmæt.

Lögmæt sjónarmið en ólögmæt framkvæmd

Í úrskurði ráðuneytisins er enn fremur vikið að framkvæmd borgarinnar vegna lóðaúthlutana til annarra trúfélaga og lífsskoðunarfélaga en Þjóðkirkjunnar. Á árunum 2008 til 2013 úthlutaði Reykjavíkurborg fjórum lóðum til annarra trúfélaga en Þjóðkirkjunnar. Samkvæmt upplýsingum frá borginni voru lög um Kristnisjóð höfð til hliðsjónar við þær úthlutanir og ekki verður séð að trúfélögin hafi greitt fyrir lóðirnar. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að ætla megi að mögulega stjórnsýsluframkvæmd hafi myndast á tímabilinu hjá borginni, þar með.

Lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög var hins vegar sem fyrr segir breytt árið 2013 og gildissvið þeirra víkkað verulega þannig að mun fleiri félög gátu fengið skráningu eftir. Með breytingunni ákvað Reykjavíkurborg að hverfa frá þeirri framkvæmd sem nefnd er hér að framan og hafnaði í kjölfarið kröfum þriggja mismunandi trú- og lífsskoðunarfélaga á árunum 2017 til 2018. Í úrskurðinum segir þá enn fremur að sú breyting á stjórnsýsluframkvæmd hafi byggst á lögmætum sjónarmiðum.

Á fundi borgarráðs 15. apríl síðastliðinn var því lagt fram béf þar sem skrifstofa borgarstjóra og borgarritara fór fram á að að borgarráð synjaði umsókn DíaMats um úthlutun lóðar án endurgjalds. Samþykkti borgarráð þá beiðni og synjaði umsókninnni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár