Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Reykjavíkurborg braut á marxísku lífsskoðunarfélagi

Ákvörð­un borg­ar­in­anr um að neita DíaMat – fé­lagi um díal­ektíska efn­is­hyggju um lóð án end­ur­gjalds var úr­skurð­uð ólög­mæt af sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu. Borg­ar­ráð hef­ur nú á nýj­an leik synj­að fé­lag­inu um lóða­út­hlut­un.

Reykjavíkurborg braut á marxísku lífsskoðunarfélagi
Ólögmæt ákvörðun en engu að síður synjað Vésteinn Valgarðsson, formaður DíaMat, er vafalítið ókátur með lyktir mála.

Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja lífsskoðunarfélaginu DíaMat – félagi um díalektíska efnishyggju um lóðaúthlutun án endurgjalds undir byggingu fyrir starf félagsins var ólögmæt. Ákvörðunin var tekin af skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar sem hefur ekki umboð til slíkrar ákvarðanatöku samkvæmt stjórnsýslulögum. Borgarráð hefur nú á nýjan leik synjað umsókn félagsins og því ekki útlit fyrir að það geti reist húsnæði til að breiða út hinn marxíska boðskap í í bráð.

DíaMat fór fram á það í maí 2017 að Reykjavíkurborg úthlutaði félaginu lóð án endurgjalds og vísaði til laga um Kristnisjóð en lögin leggja þá skyldu á herðar sveitarfélögum að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur. Færð hafa verið rök fyrir því að sömu skyldur gildi um önnur skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög vegna jafnræðisreglu og banns við mismunun á grundvelli trúarskoðana. Í röksemdum DíaMats var þannig bent á að með breytingu á lögum um skráð trúfélög árið 2013, þegar heiti laganna var meðal annars breytt í Lög um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög hefði komið fram í greinargerð að tilgangurinn laganna væri að jafna stöðu trúfélaga og lífsskoðunarfélaga.

Margra ára flækja

Í umsókn DíaMats kom fram að félagið hefði hug á að reisa skála undir starfsemi félagsins. Í ágúst sama ár, 2017, var umsókn DíaMat hafnað á þeim forsendum að Reykjavíkurborg hefði ekki markað sér stefnu um það hvaða skilyrði trúfélag eða lífsskoðunarfélag þurfi að uppfylla til að fá úthlutað lóð.

DíaMat kærði ákvörðun borgarinnar til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins en ráðuneytið synjaði kröfu félagsins með úrskurði 5. apríl 2019 og staðfesti synjun Reykjavíkurborgar á lóðaúthlutuninni. Við það vildi DíaMat ekki una heldur leitað álits umboðsmanns Alþingis í málinu. Umboðsmaður sendi frá sér álit 6. apríl þar sem embættið komst að því að úrskurður ráðuneytisins hefði ekki verið í samræmi við lög og var því beint til ráðuneytisins að taka málið upp að nýju yrði eftir því leitað. Það gerði DíaMat í maí 2020.

Niðurstaða ráðuneytisins um að synjun borgarinnar hafi verið ólögmæt byggist á því að það var skrifstofa eigna- og atvinnuþróunar sem tók ákvörðun þar um, eftir að borgarráð hafði samþykkt að senda skrifstofunni málið til meðferðar. Skrifstofan hefur hins vegar ekki formlegt umboð til fullnaðarafgreiðslu mála, sem synjun á lóðaúthlutun telst vera og borgarráð staðfesti enn fremur ekki synjunina. Þar af leiðandi var ákvörðuninin ólögmæt.

Lögmæt sjónarmið en ólögmæt framkvæmd

Í úrskurði ráðuneytisins er enn fremur vikið að framkvæmd borgarinnar vegna lóðaúthlutana til annarra trúfélaga og lífsskoðunarfélaga en Þjóðkirkjunnar. Á árunum 2008 til 2013 úthlutaði Reykjavíkurborg fjórum lóðum til annarra trúfélaga en Þjóðkirkjunnar. Samkvæmt upplýsingum frá borginni voru lög um Kristnisjóð höfð til hliðsjónar við þær úthlutanir og ekki verður séð að trúfélögin hafi greitt fyrir lóðirnar. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að ætla megi að mögulega stjórnsýsluframkvæmd hafi myndast á tímabilinu hjá borginni, þar með.

Lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög var hins vegar sem fyrr segir breytt árið 2013 og gildissvið þeirra víkkað verulega þannig að mun fleiri félög gátu fengið skráningu eftir. Með breytingunni ákvað Reykjavíkurborg að hverfa frá þeirri framkvæmd sem nefnd er hér að framan og hafnaði í kjölfarið kröfum þriggja mismunandi trú- og lífsskoðunarfélaga á árunum 2017 til 2018. Í úrskurðinum segir þá enn fremur að sú breyting á stjórnsýsluframkvæmd hafi byggst á lögmætum sjónarmiðum.

Á fundi borgarráðs 15. apríl síðastliðinn var því lagt fram béf þar sem skrifstofa borgarstjóra og borgarritara fór fram á að að borgarráð synjaði umsókn DíaMats um úthlutun lóðar án endurgjalds. Samþykkti borgarráð þá beiðni og synjaði umsókninnni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
5
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár