Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

355. spurningaþraut: Mbappé, Hitler, Armstrong-Jones, Nanna Birk Larsen

355. spurningaþraut: Mbappé, Hitler, Armstrong-Jones, Nanna Birk Larsen

Hér er hlekkur á spurningaþraut gærdagsins!

***

Fyrri aukaspurning:

Konan, sem hér sést milli sona sinna tveggja árið 1968, varð það ár fyrst kvenna til að gegna ákveðnu ábyrgðarstarfi. Hvað hét hún?

***

Aðalspurningar:

1.   Með hvaða fótboltaliði leikur franski snillingurinn Kylian Mbappé?

2.   Anthony Armstrong-Jones hét ljósmyndari einn, breskur að ætt. Hann þótti bærilegur í sínu fagi, en er þó langtum þekktari fyrir annað. Hvað er það?

3.   Ákveðinn stjórnmálaflokkur notar fíl sem tákn sitt. Hvaða flokkur er það?

4.   Í hvaða héraði í Kanada hafa stundum heyrst raddir um að héraðið ætti að taka sér sjálfstæði?

5.   Hverjir geta fengið Fjöruverðlaunin svonefndu í ýmsum flokkum bókmennta?

6.   Hin 19 ára gamla Nanna Birk Larsen fannst látin í nágrenni Kaupmannahafnar í upphafi árs 2007. Hún hafði verið myrt. Þessi líkfundur varð upphafið að hverju?

7.   Í hvaða landi er uppruni leiksins „go“?

8.   Hver stofnaði stjórnmálaflokkinn Þjóðvaka á síðasta áratug síðustu aldar?

9.   Hvar á Suðurlandi var biskupsstóll þangað til um árið 1800?

10.   Hvað mistókst Adolf Hitler bæði 1907 og 1908?

***

Síðari aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan má sjá bresku leikarana Richard Harris og Michael Gambon í sama hlutverkinu. Hvaða hlutverk var það?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Paris Saint Germain. Það dugar reyndar að nefna Paris.

2.   Hann var kvæntur Margréti prinsessu á Bretlandi.

3.   Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum.

4.   Quebec.

5.   Konur.

6.   Hinum rómuðu glæpaþáttunum Forbrydelsen eða Glæpnum.

7.   Kína.

8.   Jóhanna Sigurðardóttir.

9.   Skálholt.

10.   Að komast í Listakademíuna í Vínarborg.

***

Svör við aukaspurningum:

Konan á efri myndinni hét Margrét Indriðadóttir og varð fréttastjóri Ríkisútvarpsins fyrst kvenna.

Á neðri myndinni eru þeir Harris og Gambon báðir í hluverki galdrameistarans Dumbledore í Harry Potter-myndunum.

***

Og hér er hlekkur á þraut númer 354!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár