Tengdar greinar
Upplýsingafundir um Covid-19
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19
Enginn afsláttur af sóttkvíarreglum þó smit komi upp í skólum
Komi Covid smit upp í skólum munu þeir sem útsettir kunna að hafa verið fyrir veirunni að fara í sóttkví líkt og verið hefur. Enginn afsláttur verður gefinn þar á nú fremur en áður, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Mun meira er um að alvarlega veikir einstaklingar komi beint inn á spítalann í innlögn en verið hefur en hafi ekki viðkomu á Covid-göngudeild fyrst. Það á við um þrjá af þeim níu sjúklingum sem lagst hafa inn á gjörgæsludeild í þessari bylgju faraldursins.
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19
1
Til skoðunar að fá bóluefni lánað frá Dönum og Norðmönnum
Danir og Norðmenn hafa hætt notkun á bólefnum Jansen og AstraZeneca en viðræður eru uppi um að Íslendingar fái birgðir þeirra bóluefna lánaðar frá löndunum tveimur. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi um stöðu Covid-19.
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19
Aðgerðir á landamærunum ekki of mikið inngrip í frelsi fólks
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að stærstan hluta þeirra smita sem greinst hafa utan sóttkvíar síðust daga megi rekja til ferðamanna sem ekki héldu sóttkví. Hertar aðgerðir á landamærunum og skikkan fólks til dvalar í farsóttarhúsum séu viðbrögð við því.
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19
Býst við að notkun á bóluefni AstraZeneca hefjist að nýju
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur allar líkur á að fljótlega verði farið að bólusetja á nýjan leik með bóluefni AstraZeneca. Ekkert bendi til tengsla milli notkunar bóluefnisins og aukinnar hættu á blóðtappamyndun. Niðurstöðu Lyfjastofnunar Evrópu er að vænta í dag.
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19
Upplýsingafundur Almannavarna 15/2
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sitja fyrir svörum um stöðu Covid-19 hér á landi. Þórólfur skilaði í gær tillögum til heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á landamærunum.
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19
Upplýsingafundur Almannavarna 8/2
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ræða stöðu Covid-19 hér á landi á upplýsingafundi almannavarna í dag. Gestur fundarsins er Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn og sviðsstjóri landamærasviðs embættis ríkislögreglustjóra. Útsendingin hefst klukkan 11.
Athugasemdir (1)