Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Til skoðunar að fá bóluefni lánað frá Dönum og Norðmönnum

Dan­ir og Norð­menn hafa hætt notk­un á ból­efn­um Jan­sen og AstraZeneca en við­ræð­ur eru uppi um að Ís­lend­ing­ar fái birgð­ir þeirra bólu­efna lán­að­ar frá lönd­un­um tveim­ur. Þetta sagði Þórólf­ur Guðna­son sótt­varn­ar­lækn­ir á upp­lýs­inga­fundi um stöðu Covid-19.

Bólusetningar gegn Covid-19 ganga vel hér á landi og útlit er fyrir að 60 til 70 prósent almennings verði bólusett í júní eða júlí. Með því næðis hjarðónæmi í landinu. Til skoðunar er að fá bóluefni lánað frá Noregi og Danmörku, en báðar þjóðir hafa hætt notkun bólefna Jansen og AstraZeneca. Það hafa Íslendingar ekki gert og sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi að viðræður væru í gangi um að fá aðgang að birgðum þjóðanna tveggja. 

Í ljósi þess hversu vel bólusetning gengur þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því að upp komi stórar hópsýkingar sem ekki verði ráðið við, sagði Þórólfur jafnframt á fundinum. Hann lét þau orð falla í því samhengi að ferðamönnum færi nú ört fjölgandi hér á landi. Það væri áskorun varðandi skimun á landamærunum en ætti ekki að valda hættu á tíðari sýkingum innanlands, í ljósi bólusetninga. 

    

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SBB
    Snæbjörn Björnsson Birnir skrifaði
    Norðmenn hafa reyndar ekki alveg hætt við Jansen. Þeir hafa tekið það út úr bólusetningaráætlun, en það er enn í boði fyrir þá sem vilja.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Upplýsingafundir um Covid-19

Enginn afsláttur af sóttkvíarreglum þó smit komi upp í skólum
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19

Eng­inn af­slátt­ur af sótt­kví­ar­regl­um þó smit komi upp í skól­um

Komi Covid smit upp í skól­um munu þeir sem út­sett­ir kunna að hafa ver­ið fyr­ir veirunni að fara í sótt­kví líkt og ver­ið hef­ur. Eng­inn af­slátt­ur verð­ur gef­inn þar á nú frem­ur en áð­ur, seg­ir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varn­ar­lækn­ir. Mun meira er um að al­var­lega veik­ir ein­stak­ling­ar komi beint inn á spít­al­ann í inn­lögn en ver­ið hef­ur en hafi ekki við­komu á Covid-göngu­deild fyrst. Það á við um þrjá af þeim níu sjúk­ling­um sem lagst hafa inn á gjör­gæslu­deild í þess­ari bylgju far­ald­urs­ins.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár