Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Enginn afsláttur af sóttkvíarreglum þó smit komi upp í skólum

Komi Covid smit upp í skól­um munu þeir sem út­sett­ir kunna að hafa ver­ið fyr­ir veirunni að fara í sótt­kví líkt og ver­ið hef­ur. Eng­inn af­slátt­ur verð­ur gef­inn þar á nú frem­ur en áð­ur, seg­ir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varn­ar­lækn­ir. Mun meira er um að al­var­lega veik­ir ein­stak­ling­ar komi beint inn á spít­al­ann í inn­lögn en ver­ið hef­ur en hafi ekki við­komu á Covid-göngu­deild fyrst. Það á við um þrjá af þeim níu sjúk­ling­um sem lagst hafa inn á gjör­gæslu­deild í þess­ari bylgju far­ald­urs­ins.

Enginn afsláttur verður gefinn af þeim reglum sem gilt hafa um sóttkví og einangrun þeirra sem smitast af Covid-19 eða komist í snertingu við Covid smitaða einstaklinga. Það á við um börn og nemendur skóla, rétt eins og aðra. Sóttvarnarlækni segir að unnið sé að því að setja saman samstarfshóp til að leiðbeina skólastjórnendum, þeir hafi kallað eftir því. Hins vegar bendir hann á að skólarnir eigi nú þegar að vita hvað gera skuli.

Þetta er meðal þess sem fram kom í á upplýsingafundi Almannavarna og embættis landlæknis í dag. Síðastliðinn fimmtudag gaf Landspítali út áhættumat þar sem fram kom að  þolmörkum spítalans væri náð. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, var spurður á fundinum hver staða spítalans væri nú í dag og svaraði hann því til að staðan nú væri áþekk. Eins og stendur liggja 27 sjúklingar inni á spítalanum með Covid-19. Þar af eru fimm á gjörgæslu og af þeim eru fimm í öndurnarvél.

Páll skýrði frá því að í þessari bylgju faraldursins hefðu 64 lagst inn á spítalann. Meðalaldur þeirra væri 63 ár en meðalaldur þeirra sem útskrifaðir hefðu verið væri 50 ár. Það væri því ljóst að þrátt fyrir að mun fleira yngra fólk hefði smitast í þessari bylgju legðist kórónaveiran mun þyngra á þá sem eldri væru og það fólk lægi lengur inni á spítala.

Mjög veikt fólk kemur inn beint af götunni

Á Covid-göngudeild væru nú 1.293 sjúklingar og þar af væru 45 merktir gulir í kerfinu. Það þýddi að þeir væru talsvert veikir og gætu þurft á innlögn að halda. Páll undirstrikaði að mjög mikilvægt væri að fólk færi í skimun fyndi það til einkenna en spítalinn fyndi nú fyrir því að mikill fjöldi fólks kæmi beint inn af götunni inn á spítalann, talsvert mikið veikt, án þess að hafa viðkomu á göngudeildinni áður. Fólk hefði því verið um talsverðan tíma veikt úti í samfélaginu án þess að fá greiningu. Það ætti meðal annars við um þrjá af þeim níu sjúklingum sem lagðir hefðu verið inn á gjörgæsludeild í þessari bylgju.

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir vék að þeim aðgerðum sem unnið væri að til að stemma stigu við útbreiðslu Covid-19, þeim almennu takmörkunum sem í gildi væru innanlands og á landamærunum, fyrirhugaðri bólusetningu barna á aldrinum 12 til 15 ára og boðuðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að styrkja Landspítalann í hlutverki sínu til að takast á við vandann. Þórólfur velti því upp hvort þær aðgerðir myndu duga til að spítalinn ræði við hlutverk sitt. Það yrði spítalinn að meta sjálfur en ef það mat yrði að faraldurinn væri að yfirkeyra spítalann sagði Þórólfur að hann mydni leggja til hertar aðgerðir. „Við vitum hvað við þurfum að gera,“ sagði Þórólfur og brýndi fólk til að gæta að einstaklingsbundnum sóttvörnum sínum og sýna yfirvöldum samstöðu í þeim aðgerðum sem ráðist yrði í.

Um 120 manns hafa verið að greinast daglega að meðaltali undanfarnar þrjár vikur, því sem næst allir af Delta afbrigðinu. Páll var spurður á fundinum hversu lengi Landspítalinn myndi ráða við álagið sem á honum væri, í ljósi þess að ekkert bendi til að faraldurinn sé á niðurleið. Flest bendir hins vegar til þess að um línulegan vöxt í smitum sé að ræða. Páll svaraði því til að spítalinn væri vissulega við þolmörk en réði þó við stöðun eins og hún væri nú. Ef ástandið stæði með sama hætti vikum saman væri ekki víst að við það réðist. Páll sagði að hann gæti því ekki svarað því til hversu lengi spítalinn héldi út en megináhersla væri lögð á að tryggja þar mönnun, sérstaklega á gjörgæslu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Upplýsingafundir um Covid-19

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár