Sólarhringurinn fylgir hringrás litbreytinga sem breytast dag frá degi. Vorið býður okkur hinn fullkomna samhverfa sólarhring sem birtan og dimman deila bróðurlega á milli sín.
Hið fullkomna jafnvægi.
Þórdís Erla Zoëga (f. 1988) er myndlistarkona búsett í Reykjavík.Hún er með BFA gráðu úr Audio Visual deild Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam þar sem hún stundaði nám á árunum 2008–2012. Einnig útskrifaðist hún með diplómu í vefþróun úr Vefskólanum 2017. Hún hefur sýnt víða, t.a.m. í Amsterdam, Stokkhólmi, Berlín, Basel og Tékklandi.
Á Íslandi hefur hún m.a. gert verk fyrir Listahátíð í Reykjavík, Gerðarsafn og sýnt í D-sal Hafnarhússins. Hún stofnaði nýlega hönnunarstúdíóið Stúdíó Flötur ásamt manni sínum og grafíska hönnuðinum Kristjáni Jóni Pálssyni, en saman sérhanna þau vínylmottur í takmörkuðu upplagi og hugsa rými heimilisins fyrir listaverk á nýjan hátt. Þórdís gerir verk í hinum ýmsu miðlum sem eru spunnin út frá nánd, litbreytingum og jafnvægi.
Athugasemdir