Hraunrennsli úr eldgosinu við Fagradalsfjall í Geldingadölum hefur verið jafnt og stöðugt frá því byrjaði að gjósa 19. mars síðastliðinn. Það gefur tilefni til að ætla að gosið geti staðið yfir um nokkuð langa hríð en þó er ekki líklegt að gosið muni standa árum saman. Hraunrennslið er hins vegar fremur lítið, svo lítið að ekki þarf að draga mikið úr því til að gosrásin stíflist og gosinu ljúki þar með.
Eldgosið sem um ræðir er einstakur atburður að því marki að leita þarf aftur um sjö þúsund ár til að finna sambærilegt gos á Reykjanesskaga, segir Kristín Jónsdóttir, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. „Gos á Reykjanesi var kannski komið á tíma ef við skoðum sjö, átta hundruð ár aftur í tímann en að það skyldi gerast akkúrat núna, á þessum tímum sem við lifum, er í raun einstakt. Þetta gos hefði alveg eins getað orðið …
Athugasemdir