Páskana tengja margir við notalega stund með fjölskyldunni og óhóflegt magn af súkkulaði. Föstudaginn langa tengja enn aðrir við píslargöngu Krists, krossfestingu hans og dauða á krossi. Dagurinn er mesti sorgardagur kirkjuársins og í tímanna rás hefur skemmtanahald verið bannað á þessum degi en orðið skemmtun er einmitt dregið af orðinu skammur og merkir í raun eitthvað sem styttir mönnum stundir.
Föstudagurinn langi verður mjög langur
Fyrir Gylfa Þór Þorsteinsson, umsjónarmann Farsóttarhússins á Rauðarárstíg, verður dagurinn hvorki skammur né skemmtilegur. Hann verður að hans sögn óvenju langur. „Föstudagurinn langi verður mjög langur,“ segir Gylfi og bætir við að fimmtudagurinn, skírdagur, verði það líka en það er fyrsti dagurinn sem Gylfi mun taka á móti farþegum sem þurfa að dvelja í sóttkví á vegum Farsóttarhússins við komuna til landsins.
„Þetta gætu orðið hundruð, þetta gætu orðið þúsundir manna sem þurfa að dvelja hjá okkur“
Gylfi býst við þremur flugvélum á fimmtudaginn …
Athugasemdir