Stundin ræddi við leiðtoga atvinnulífsins og stéttarfélaganna og lagði fyrir þá spurningar um hvernig samfélag þeir vildu sjá og berjast fyrir eftir að landinu tekst að komast í gegnum Covid-19 faraldurinn.
Hvernig telur þú æskilegt að endurreisa vinnumarkaðinn og koma samfélaginu út úr kreppunni þegar tök hafa náðst á heimsfaraldrinum?
„Ég tel að það þurfi að hafa margt í huga þar sem við erum að sjá mjög breyttan vinnumarkað. Fyrirtæki eru farin að gera samninga við sitt starfsfólk um fjarvinnu tvo til þrjá daga í viku. Þetta hefur þekkst í þýskumælandi löndum að fyrirtæki hafi ekki skrifstofurými fyrir nema 60–70 prósent af starfsfólki, og engin rými eða vinnuaðstöðu merkt einum eða neinum. Við þekkjum það alveg, og það hafa verið fordæmi fyrir því fyrir Covid-19, en við erum núna að sjá þessa þróun hellast yfir vinnumarkaðinn af meiri hraða …
Athugasemdir