Stundin ræddi við leiðtoga atvinnulífsins og stéttarfélaganna og lagði fyrir þá spurningar um hvernig samfélag þeir vildu sjá og berjast fyrir eftir að landinu tekst að komast í gegnum Covid-19 faraldurinn.
Hvernig telur þú æskilegt að endurreisa vinnumarkaðinn og koma samfélaginu út úr kreppunni þegar tök hafa náðst á heimsfaraldrinum?
„Ég held að það þurfi að leggja langmestu áherslu á að koma atvinnulausu fólki aftur í vinnu eins hratt og hægt er. Það er hægt að gera það á ýmsa vegu, en fókusinn á þeim aðferðum sem verða notaðar þarf að vera á að taka á vandanum en ekki bara einkennunum. Þegar menn nálgast atvinnuleysi sem vandamál þá horfa þeir oft í tvær áttir hvernig hægt er að takast á við það. Það er annars vegar að auka eða hækka ýmsar bætur eða þétta velferðarnet samfélagsins til að grípa fólk. Það þarf vissulega að gera …
Athugasemdir