Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vilja koma á gjaldtöku við eldgosið sem fyrst

Fjöl­breytt­ur hóp­ur vill rukka fyr­ir bíla­stæði við gos­stöðv­ar á Reykja­nesi. „Ger­um þetta nú endi­lega ekki að enn einu mál­inu þar sem verð­ur tipl­að ár­um sam­an í kring­um spurn­ing­una um gjald­töku, skell­um henni bara á strax,“ skrif­ar fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda.

Vilja koma á gjaldtöku við eldgosið sem fyrst
Vilja gjaldtöku Hvatt er til þess að gjaldtaka verði tekin upp á bílastæðum við gosstöðvarnar.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, kallar eftir gjaldtöku fyrir bílastæði við gosstöðvar á Reykjanesi til þess að fjármagna framkvæmdir og gæslu á svæðinu. Hugmyndin hefur mætt stuðningi fjölbreytts hóps.

Björn Teitsson, kynningarstjóri og fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, vakti máls á þessu í Morgunblaðinu í dag. Sagði hann bílastæðamál í ólestri, fimm kílómetra langa röð af bílum og engin laus stæði við gosstöðvarnar. „Grindavíkurbær gæti strax byrjað að rukka 1.000 kall í stæði og það myndi þýða svona 5-10 milljónir á dag, sem væri hægt að nota í þjónustu. Nú er enginn að borga neitt nema frjáls framlög til björgunarsveita, sem er gott og blessað, en það munar engan um að borga líka 1.000 kall í stæði og allir eru til í það.“

Ólafur studdi hugmynd Björns í færslu á Facebook í morgun. „Það blasir við hverjum sem leggur leið sína þangað að gera þarf meiri ráðstafanir til að taka við þessum gríðarlega fjölda sem vill skoða gosið,“ skrifar Ólafur. „Ég er svo hjartanlega sammála því sem Björn Teitsson leggur til og blaðið segir frá, að rukkað verði fyrir bílastæði á svæðinu, þúsundkall á bíl og þá eru strax komnar nokkrar milljónir á dag til að setja í stígagerð, merkingar, gæzlu o.s.frv. Gerum þetta nú endilega ekki að enn einu málinu þar sem verður tiplað árum saman í kringum spurninguna um gjaldtöku, skellum henni bara á strax. Allir borga glaðir. Ég lagði inn á björgunarsveitina Þorbjörn fyrst ég fékk ekki að borga inn á svæðið.“

„Allir borga glaðir“

Fjöldi fólks styður tillöguna í athugasemdum við færslu Ólafs. „Skynsamleg tillaga,“ skrifar Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands. „Eðalhugmynd hjá þér,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, um hugmynd Björns.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu