Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vilja koma á gjaldtöku við eldgosið sem fyrst

Fjöl­breytt­ur hóp­ur vill rukka fyr­ir bíla­stæði við gos­stöðv­ar á Reykja­nesi. „Ger­um þetta nú endi­lega ekki að enn einu mál­inu þar sem verð­ur tipl­að ár­um sam­an í kring­um spurn­ing­una um gjald­töku, skell­um henni bara á strax,“ skrif­ar fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda.

Vilja koma á gjaldtöku við eldgosið sem fyrst
Vilja gjaldtöku Hvatt er til þess að gjaldtaka verði tekin upp á bílastæðum við gosstöðvarnar.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, kallar eftir gjaldtöku fyrir bílastæði við gosstöðvar á Reykjanesi til þess að fjármagna framkvæmdir og gæslu á svæðinu. Hugmyndin hefur mætt stuðningi fjölbreytts hóps.

Björn Teitsson, kynningarstjóri og fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, vakti máls á þessu í Morgunblaðinu í dag. Sagði hann bílastæðamál í ólestri, fimm kílómetra langa röð af bílum og engin laus stæði við gosstöðvarnar. „Grindavíkurbær gæti strax byrjað að rukka 1.000 kall í stæði og það myndi þýða svona 5-10 milljónir á dag, sem væri hægt að nota í þjónustu. Nú er enginn að borga neitt nema frjáls framlög til björgunarsveita, sem er gott og blessað, en það munar engan um að borga líka 1.000 kall í stæði og allir eru til í það.“

Ólafur studdi hugmynd Björns í færslu á Facebook í morgun. „Það blasir við hverjum sem leggur leið sína þangað að gera þarf meiri ráðstafanir til að taka við þessum gríðarlega fjölda sem vill skoða gosið,“ skrifar Ólafur. „Ég er svo hjartanlega sammála því sem Björn Teitsson leggur til og blaðið segir frá, að rukkað verði fyrir bílastæði á svæðinu, þúsundkall á bíl og þá eru strax komnar nokkrar milljónir á dag til að setja í stígagerð, merkingar, gæzlu o.s.frv. Gerum þetta nú endilega ekki að enn einu málinu þar sem verður tiplað árum saman í kringum spurninguna um gjaldtöku, skellum henni bara á strax. Allir borga glaðir. Ég lagði inn á björgunarsveitina Þorbjörn fyrst ég fékk ekki að borga inn á svæðið.“

„Allir borga glaðir“

Fjöldi fólks styður tillöguna í athugasemdum við færslu Ólafs. „Skynsamleg tillaga,“ skrifar Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands. „Eðalhugmynd hjá þér,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, um hugmynd Björns.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu