Orðið „Aprílsólarkuldi“ birtist fyrst á neti þann 12. apríl árið 2013. Þá var það fyrirsögn á stuttu bloggi:
„Alltaf sól á morgnana, ískalt og ég hugsa alltaf það sama, hugsa um hann, hugsa um ég sé að deyja, um öll bréfin sem ég eigi eftir að skrifa, svo er einhver að bora ofaní jörðina og rödd í útvarpinu að tala um plastpoka til að skyggja fræin og ég veit ekkert hvernig hlutirnir eiga að vera og ég var á meðvirkninámskeiði í gær og það liggja víst börn í blóðpollum eftir foreldra sína, afleiðing af alkóhólisma, og hvað á ég að skrifa um, get ég ekki bara dansað, ég dansa soldið.“
Þetta var á blogginu Heimsveldi Ellu …
Athugasemdir