Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fengu opinber verkefni fyrir tugi milljóna án útboðs

Ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki Guð­finnu Bjarna­dótt­ur hef­ur feng­ið greiðsl­ur frá Land­spít­al­an­um um­fram þau mörk sem mið­að er við að fram­kvæma eigi út­boð. Land­spít­al­inn seg­ir fjár­hags­lega hag­kvæmt að við­halda samn­ingn­um við fyr­ir­tæk­ið.

Fengu opinber verkefni fyrir tugi milljóna án útboðs

Ráðgjafarfyrirtækið LC Ráðgjöf ehf. í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins og háskólarektors, og eiginmanns hennar, hefur fengið 57 milljónir króna í greiðslur frá opinberum aðilum frá vormánuðum 2018. Ekkert verkefnanna hefur farið í útboð samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum og þau hafa ekki verið gerð á grundvelli rammasamnings um slík innkaup.

Rúmlega þriðjungur upphæðarinnar, eða 23,5 milljónir króna, er tilkominn vegna verkefna fyrir Landspítalann frá desember 2018 til dagsins í dag. Er sú upphæð nokkuð yfir viðmiðunarfjárhæð laga um í hvaða tilvikum verk skal boðið út. Opinberu aðilarnir, sem LC Ráðgjöf hefur unnið fyrir frá apríl 2018, eru Landbúnaðarháskólinn, Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Skipulagsstofnun, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Háskóli Íslands, Þjóðskrá Íslands, forsætisráðuneytið og loks Landspítalinn. Heildarupphæð reikninga á þessu tímabili nemur 57 milljónum króna.

LandspítalinnRáðgjafafyrirtæki Guðfinnu hefur unnið reglulega fyrir Landspítalans frá 2014 hið minnsta.

Í svari Landspítalans við fyrirspurn Stundarinnar um málið kemur fram að á baki reikningunum frá LC …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár