Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Biðlistar í flestum aðgerðaflokkum of langir

Bið­tími eft­ir flest­um skurð­að­gerð­um hef­ur lengst. Fjöldi bíð­ur á Land­spít­al­an­um eft­ir hjúkr­un­ar­rými, þrátt fyr­ir að ný hjúkr­un­ar­rými hafi ver­ið opn­uð.

Biðlistar í flestum aðgerðaflokkum of langir
Landspítalinn Áhrif COVID-19 faraldursins á biðlista eftir skurðaðgerðum hafa verið töluverð. Mynd: Heiða Helgadóttir

Biðlistar í 14 af þeim 18 aðgerðaflokkum sem embætti landlæknis aflaði upplýsinga um í upphafi árs voru of langir. Legurými á Landspítalanum eru nýtt af þeim sem bíða eftir hjúkrunarrýmum og lengir það bið þeirra sem þurfa að komast í aðgerð. Þetta kemur í greinargerð embættisins um bið eftir völdum skurðaðgerðum sem birt var í dag.

Í upplýsingum sem Landspítalinn veitti embættinu um fjölda fólks á biðlista eftir forgangsröðun kemur fram að í þeim tveimur flokkum þar sem miðað var við viku biðtíma að hámarki var biðin yfirleitt of löng. „Allir nema einn sem metnir voru í þörf fyrir brennsluaðgerð á hjarta innan viku höfðu beðið lengur en sem því nemur,“ segir í greinargerðinni. „Eins höfðu allir nema einn sem metnir voru í þörf fyrir hjarta og/eða kransæðamyndatöku innan viku beðið lengur en svo.“

Í öðrum aðgerðaflokkum þurfti enginn að bíða lengur í viku ef metin var þörf fyrir aðgerð innan viku. Í öðrum forgangshópum, bæði þeim sem talið var að mættu bíða í 4 vikur og þeim sem bíða máttu í 90 daga, hafði helmingur eða fleiri beðið of lengi.

„Biðtími eftir flestum aðgerðum hefur lengst“

„Ekki er að fullu ljóst hvaða áhrif heimsfaraldur COVID-19 mun hafa á bið eftir völdum skurðaðgerðum til lengri tíma litið en ljóst er að áhrifin eru talsverð nú þegar,“ segir loks í mati embættisins. „Biðtími eftir flestum aðgerðum hefur lengst, ef borinn er saman biðtími þeirra sem fóru í aðgerð á árinu 2019 við árið 2020 eins og sjá má í viðauka. Aðgerðum í flestum aðgerðaflokkum sem til skoðunar voru, m.a. í biðlistaátaki, hefur fækkað. Svo virðist þó sem þær skurðaðgerðir sem metnar voru í brýnustum forgangi, innan viku og innan fjögurra vikna, hafi verið gerðar innan þess tíma að mestu leyti.“

Bið eftir hjúkrunarrýmum lengist

Dregið hefur töluvert úr fjölda koma á göngudeildir sjúkrahúsanna vegna faraldursins og er koma á göngudeild í mörgum tilfellum forsenda þess að einstaklingur komist á biðlista eftir aðgerð. „Fjöldi á biðlista getur því verið minni en ella og heildarbiðtími eftir aðgerð lengri. Auk áhrifa af heimsfaraldri getur skortur á starfsfólki og legurýmum haft áhrif á fjölda aðgerða og frestana.“

Bent er á að talsverður hópur þeirra sem nýta rúm á Landspítalanum séu í bið eftir hjúkrunarrými. Þannig voru 453 einstaklingar á biðlista eftir hjúkrunarrými 1. janúar, en ári áður voru þeir 404, þrátt fyrir að ný hjúkrunarrými hafi opnað í fyrra. „Brýnt er að þau rúm sem opin eru á sjúkrahúsinu séu nýtt fyrir einstaklinga sem þurfa á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu á hátæknisjúkrahúsi að halda,“ segir í mati embættins. „Að sama skapi er mikilvægt að einstaklingar sem eru í þörf fyrir varanlegt úrræði fái það sem fyrst. Að mati embættis landlæknis er mikilvægt að fylgjast áfram með þróun mála og leggja þarf áherslu á að starfsemin haldist í fullri virkni eins og hægt er svo biðlistar og biðtími lengist ekki enn frekar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár