Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Biðlistar í flestum aðgerðaflokkum of langir

Bið­tími eft­ir flest­um skurð­að­gerð­um hef­ur lengst. Fjöldi bíð­ur á Land­spít­al­an­um eft­ir hjúkr­un­ar­rými, þrátt fyr­ir að ný hjúkr­un­ar­rými hafi ver­ið opn­uð.

Biðlistar í flestum aðgerðaflokkum of langir
Landspítalinn Áhrif COVID-19 faraldursins á biðlista eftir skurðaðgerðum hafa verið töluverð. Mynd: Heiða Helgadóttir

Biðlistar í 14 af þeim 18 aðgerðaflokkum sem embætti landlæknis aflaði upplýsinga um í upphafi árs voru of langir. Legurými á Landspítalanum eru nýtt af þeim sem bíða eftir hjúkrunarrýmum og lengir það bið þeirra sem þurfa að komast í aðgerð. Þetta kemur í greinargerð embættisins um bið eftir völdum skurðaðgerðum sem birt var í dag.

Í upplýsingum sem Landspítalinn veitti embættinu um fjölda fólks á biðlista eftir forgangsröðun kemur fram að í þeim tveimur flokkum þar sem miðað var við viku biðtíma að hámarki var biðin yfirleitt of löng. „Allir nema einn sem metnir voru í þörf fyrir brennsluaðgerð á hjarta innan viku höfðu beðið lengur en sem því nemur,“ segir í greinargerðinni. „Eins höfðu allir nema einn sem metnir voru í þörf fyrir hjarta og/eða kransæðamyndatöku innan viku beðið lengur en svo.“

Í öðrum aðgerðaflokkum þurfti enginn að bíða lengur í viku ef metin var þörf fyrir aðgerð innan viku. Í öðrum forgangshópum, bæði þeim sem talið var að mættu bíða í 4 vikur og þeim sem bíða máttu í 90 daga, hafði helmingur eða fleiri beðið of lengi.

„Biðtími eftir flestum aðgerðum hefur lengst“

„Ekki er að fullu ljóst hvaða áhrif heimsfaraldur COVID-19 mun hafa á bið eftir völdum skurðaðgerðum til lengri tíma litið en ljóst er að áhrifin eru talsverð nú þegar,“ segir loks í mati embættisins. „Biðtími eftir flestum aðgerðum hefur lengst, ef borinn er saman biðtími þeirra sem fóru í aðgerð á árinu 2019 við árið 2020 eins og sjá má í viðauka. Aðgerðum í flestum aðgerðaflokkum sem til skoðunar voru, m.a. í biðlistaátaki, hefur fækkað. Svo virðist þó sem þær skurðaðgerðir sem metnar voru í brýnustum forgangi, innan viku og innan fjögurra vikna, hafi verið gerðar innan þess tíma að mestu leyti.“

Bið eftir hjúkrunarrýmum lengist

Dregið hefur töluvert úr fjölda koma á göngudeildir sjúkrahúsanna vegna faraldursins og er koma á göngudeild í mörgum tilfellum forsenda þess að einstaklingur komist á biðlista eftir aðgerð. „Fjöldi á biðlista getur því verið minni en ella og heildarbiðtími eftir aðgerð lengri. Auk áhrifa af heimsfaraldri getur skortur á starfsfólki og legurýmum haft áhrif á fjölda aðgerða og frestana.“

Bent er á að talsverður hópur þeirra sem nýta rúm á Landspítalanum séu í bið eftir hjúkrunarrými. Þannig voru 453 einstaklingar á biðlista eftir hjúkrunarrými 1. janúar, en ári áður voru þeir 404, þrátt fyrir að ný hjúkrunarrými hafi opnað í fyrra. „Brýnt er að þau rúm sem opin eru á sjúkrahúsinu séu nýtt fyrir einstaklinga sem þurfa á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu á hátæknisjúkrahúsi að halda,“ segir í mati embættins. „Að sama skapi er mikilvægt að einstaklingar sem eru í þörf fyrir varanlegt úrræði fái það sem fyrst. Að mati embættis landlæknis er mikilvægt að fylgjast áfram með þróun mála og leggja þarf áherslu á að starfsemin haldist í fullri virkni eins og hægt er svo biðlistar og biðtími lengist ekki enn frekar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár