Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sterkari, glaðari og hamingjusamari

Þór­dís Vals­dótt­ir fór á hnef­an­um í gegn­um áföll lífs­ins. Hún var 14 ára þeg­ar syst­ir henn­ar lést vegna of­neyslu eit­ur­lyfja og hún var 15 ára þeg­ar hún varð ófrísk og þurfti að fram­kalla fæð­ingu vegna fóst­urgalla þeg­ar hún var meira en hálfn­uð með með­göng­una. Álag­ið varð mik­ið þeg­ar hún eign­að­ist tvö börn í krefj­andi lög­fræði­námi og hún gekk á vegg og leyndi því hversu illa henni leið. Allt breytt­ist þeg­ar hún fór að ganga og hlaupa.

Sterkari, glaðari og hamingjusamari
Nýtt líf Þórdís Valsdóttir rak sig á vegg eftir uppsöfnuð áföll sem hún tók á hnefanum með stolti. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég á erfiða áfallasögu frá unglingsárum. Ég hef alltaf tekið allt á hnefanum; það hefur svolítið einkennt mig,“ segir Þórdís Valsdóttir, lögfræðingur og útvarpskona hjá Bylgjunni. „Ég missti systur mína úr ofneyslu eiturlyfja þegar ég var 14 ára og svo varð ég ófrísk ári síðar og missti fóstur þegar ég var meira en hálfnuð með meðgönguna. Þetta eru unglingsárin mín í hnotskurn.“

Systir Þórdísar, Arna Hildur, var 25 ára þegar hún lést árið 2002. „Þá byrjaði þetta mynstur sem ég hef alltaf verið svolítið föst í; að vera ofboðslega sterk. Og ég man að ég var ótrúlega stolt af því á sínum tíma að hafa ekki þurft neina aðstoð – sálfræðiaðstoð eða þunglyndislyf – eftir að hafa misst systur mína. Mér fannst það vera góður eiginleiki og margir sögðu að ég væri svo ofboðslega sterk. Þannig að þetta var orðin dyggð sem mér fannst gott að hafa. Auðvitað bregst fólk …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár