Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Teatime í þrot og segir upp 16 manns

Tekj­ur af tölvu­leik tæknifyr­ir­tæk­is­ins dugðu ekki til. Við­ræð­ur um sölu á fyr­ir­tæk­inu eða auk­ið fjár­magn báru ekki ár­ang­ur.

Teatime í þrot og segir upp 16 manns
Leiður yfir málalokum Þorsteinn var áður einn af stofnendum og lykilmönnum Plain Vanilla sem seldi árið 2016 spurningaleikinn QuisUp fyrir 850 milljónir króna. Áður hafði rekstri Plain Vanilla verið hætt sökum þess að ekki fengust tekjur til rekstrarins í gegnum leikinn.

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Teatime hefur sagt upp öllum starfsmönnum sínum og er hætt starfsemi. Tekjur fyrirtækisins af þeim leikjum sem það hefur gefið út, fyrst og fremst spurningaleiknum Trivia Royal, dugðu einfaldlega ekki til að sögn Þorsteins B. Friðrikssonar, eins stofnenda fyrirtækisins.

Teatime var stofnað árið 2017 af fyrrverandi eigendum og lykilstjórnendum Plain Vanilla. Það hefur hannað og sett á markað smáforritaleiki fyrir snjalltæki.

Öllum starfsmönnum var sagt upp síðastliðinn föstudag. „Við erum að loka,“ segir Þorsteinn. „Við gáfum út leik núna í sumar, Trivia Royal, sem náði ansi miklum vinsældum í Bandaríkjunum. Tekjurnar úr leiknum hafa hins vegar ekki verið nægar til að standa undir rekstri fyrirtækisins hérna heima, því miður. Það gekk bara ekki upp og við þurfum að loka, jafn leiðinlegt og það er.“

Uppsagnirnar eru viðbrögð við því að fyrirtækið sé að fara í þrot. „Við vorum alveg fram á síðustu stundu í viðræðum um fjármagn og jafnvel sölu á fyrirtækinu en þegar það gekk ekki upp þá var þetta eina mögulega niðurstaðan. Við erum ekki búin að fara með fyrirtækið í gjaldþrotaskipti en það er yfirvofandi.“

Þorsteinn segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að selja afurðir fyrirtækisins, þá fyrst og fremst umræddan leik, Trivia Royal. Hann segir ljóst að fjárfestar muni tapa fjármunum vegna þessa, en það fari fyrst og fremst eftir því hvort hægt sé að koma leikjunum í verð. „Langstærstur hluti fjármunanna sem við höfum fengið hefur verið frá erlendum áhættufjárfestingasjóðum, sem gera ráð fyrir að fjárfestingum geti fylgt áhætta. Við erum búin að fá inn frekar mikið fjármagn erlendis frá sem að mestu leyti hefur farið í að borga laun hér á landi. Ég lít svo á að bæði Plain Vanilla og Teatime sé svona útungunarstöð fyrir ungt tæknimenntað fólk og að þjóðhagslegur ávinningur Íslands af þessu brölti hjá mér og okkur sé mjög mikill, þó að hlutirnir gangi ekki alltaf upp.“

Sama vandmál með að afla tekna

Teatime þróaði tækni til að notendur gætu spilað tölvuleiki hver við annan, í átt við leikinn QuisUp sem Plain Vanilla þróaði. Lengra var þó farið með þá tækni hjá Teatime og einblínt á að fólk gæti átt í persónulegri samskiptum hvert við annað við spilun leiksins en verið hafði. Þannig var hægt að sýna viðbrögð við spilun leiksins Trivia Royale í gegnum myndavélar snjalltækja sem hann var spilaður á.

Erlendir fjárfestar fjárfestu háum fjárhæðum í Teatime, meðal annars fjárfestingasjóðir á borð við Index Ventures og Atomico. Fyrirtækið safnaði milljarði íslenskra króna á innan við tólf mánuðum frá stofnun og fékk töluverða fjármuni frá fleiri fjárfestum eftir það.

Trivia Royale náði all miklum vinsældum og varð meðal annars mjög vinsæll í Bandaríkjunum og Bretlandi. Um mitt ár í fyrra var leikurinn efstur á vinsældalista App Store í Bandaríkjunum yfir ókeypis leiki og var vinsælli en smáforrit eins og Instagram og TikTok. Hins vegar reyndist erfitt að ná inn tekjum í gegnum leikinn, líkt og gerðist með QuisUp, sem að endanum varð báðum fyrirtækjum, Plain Vanilla og Teatime, að falli.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
1
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
2
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár