306. spurningaþraut: Tungumálin oromo og amharíska, hvar eru þau töluð?

306. spurningaþraut: Tungumálin oromo og amharíska, hvar eru þau töluð?

Gærdagsþrautin, hér.

***

Aukaspurning:

Í hvaða borg er sú hin litríka brú er hér að ofan sést?

***

1.   Í hvaða landi var Bismarck helstur valdamaður 1871-1890?

2.   Í hvaða landi er Chernobyl?

3.   Hver keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision bæði 1999 og 2005?

4.   Hvaða þjóð varð heimsmeistari í fótbolta karla árið 1970 eftir að hafa unnið Ítali 4-1 í einhverjum best spilaða úrslitaleik sögunnar?

5.   Hvað gerði Gudrun Ensslin sér til frægðar laust upp úr 1970?

6.   Hvað heitir ritstjóri vefritsins Kjarnans?

7.   Skúmur heitir fugl einn íslenskur. Hverjir eru nánustu frændur hans og frænkur hér á landi?

8.   Með hvaða hljómsveit söng Helena Eyjólfsdóttir lengst og mest?

9.   Í landi einu eru skráð 90 tungumál, auk fjölda málýska. Alengasta tungumálið er oromo, sem er talað af 34 prósentum íbúa, eða um 37 milljónum manna. Næst algengasta tungumálið er amharíska, sem er talað af rétt tæpum 30 prósentum íbúa. Amharíska er mest notað í stjórnsýslu landsins og flestir í landinu tala það sem annað tungumál á eftir sínu eigin. Þess má geta að amharíska er annað útbreiddasta semitíska tungumál heims á eftir arabísku. Meðal annarra tungumála í landinu eru tigrinjaska, sidamo, wolaytta og guragíska. Hvaða land er hér átt við?

10.   Hver elskaði Ófelíu? Eða kannski alls ekki?

***

Síðari aukaspurning.

Hvað er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Þýskalandi.

2.   Úkraínu.

3.   Selma Björnsdóttir.

4.   Brasilíumenn.

5.   Hún var hryðjuverkamaður í Þýskalandi.

6.   Þórður Snær.

7.   Kjóar.

8.   Hljómsveit Ingimars Eydals.

9.   Eþíópíu.

10.   Hamlet.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Ponte Vecchio sem er að finna í borginni Flórens á ítalíu.

Á neðri myndinni er Tarot-spil. Nákvæmara þarf svarið ekki að vera, en þetta er „Turninn“.

***

Hér er loks þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár