Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

306. spurningaþraut: Tungumálin oromo og amharíska, hvar eru þau töluð?

306. spurningaþraut: Tungumálin oromo og amharíska, hvar eru þau töluð?

Gærdagsþrautin, hér.

***

Aukaspurning:

Í hvaða borg er sú hin litríka brú er hér að ofan sést?

***

1.   Í hvaða landi var Bismarck helstur valdamaður 1871-1890?

2.   Í hvaða landi er Chernobyl?

3.   Hver keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision bæði 1999 og 2005?

4.   Hvaða þjóð varð heimsmeistari í fótbolta karla árið 1970 eftir að hafa unnið Ítali 4-1 í einhverjum best spilaða úrslitaleik sögunnar?

5.   Hvað gerði Gudrun Ensslin sér til frægðar laust upp úr 1970?

6.   Hvað heitir ritstjóri vefritsins Kjarnans?

7.   Skúmur heitir fugl einn íslenskur. Hverjir eru nánustu frændur hans og frænkur hér á landi?

8.   Með hvaða hljómsveit söng Helena Eyjólfsdóttir lengst og mest?

9.   Í landi einu eru skráð 90 tungumál, auk fjölda málýska. Alengasta tungumálið er oromo, sem er talað af 34 prósentum íbúa, eða um 37 milljónum manna. Næst algengasta tungumálið er amharíska, sem er talað af rétt tæpum 30 prósentum íbúa. Amharíska er mest notað í stjórnsýslu landsins og flestir í landinu tala það sem annað tungumál á eftir sínu eigin. Þess má geta að amharíska er annað útbreiddasta semitíska tungumál heims á eftir arabísku. Meðal annarra tungumála í landinu eru tigrinjaska, sidamo, wolaytta og guragíska. Hvaða land er hér átt við?

10.   Hver elskaði Ófelíu? Eða kannski alls ekki?

***

Síðari aukaspurning.

Hvað er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Þýskalandi.

2.   Úkraínu.

3.   Selma Björnsdóttir.

4.   Brasilíumenn.

5.   Hún var hryðjuverkamaður í Þýskalandi.

6.   Þórður Snær.

7.   Kjóar.

8.   Hljómsveit Ingimars Eydals.

9.   Eþíópíu.

10.   Hamlet.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Ponte Vecchio sem er að finna í borginni Flórens á ítalíu.

Á neðri myndinni er Tarot-spil. Nákvæmara þarf svarið ekki að vera, en þetta er „Turninn“.

***

Hér er loks þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár