Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

306. spurningaþraut: Tungumálin oromo og amharíska, hvar eru þau töluð?

306. spurningaþraut: Tungumálin oromo og amharíska, hvar eru þau töluð?

Gærdagsþrautin, hér.

***

Aukaspurning:

Í hvaða borg er sú hin litríka brú er hér að ofan sést?

***

1.   Í hvaða landi var Bismarck helstur valdamaður 1871-1890?

2.   Í hvaða landi er Chernobyl?

3.   Hver keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision bæði 1999 og 2005?

4.   Hvaða þjóð varð heimsmeistari í fótbolta karla árið 1970 eftir að hafa unnið Ítali 4-1 í einhverjum best spilaða úrslitaleik sögunnar?

5.   Hvað gerði Gudrun Ensslin sér til frægðar laust upp úr 1970?

6.   Hvað heitir ritstjóri vefritsins Kjarnans?

7.   Skúmur heitir fugl einn íslenskur. Hverjir eru nánustu frændur hans og frænkur hér á landi?

8.   Með hvaða hljómsveit söng Helena Eyjólfsdóttir lengst og mest?

9.   Í landi einu eru skráð 90 tungumál, auk fjölda málýska. Alengasta tungumálið er oromo, sem er talað af 34 prósentum íbúa, eða um 37 milljónum manna. Næst algengasta tungumálið er amharíska, sem er talað af rétt tæpum 30 prósentum íbúa. Amharíska er mest notað í stjórnsýslu landsins og flestir í landinu tala það sem annað tungumál á eftir sínu eigin. Þess má geta að amharíska er annað útbreiddasta semitíska tungumál heims á eftir arabísku. Meðal annarra tungumála í landinu eru tigrinjaska, sidamo, wolaytta og guragíska. Hvaða land er hér átt við?

10.   Hver elskaði Ófelíu? Eða kannski alls ekki?

***

Síðari aukaspurning.

Hvað er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Þýskalandi.

2.   Úkraínu.

3.   Selma Björnsdóttir.

4.   Brasilíumenn.

5.   Hún var hryðjuverkamaður í Þýskalandi.

6.   Þórður Snær.

7.   Kjóar.

8.   Hljómsveit Ingimars Eydals.

9.   Eþíópíu.

10.   Hamlet.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Ponte Vecchio sem er að finna í borginni Flórens á ítalíu.

Á neðri myndinni er Tarot-spil. Nákvæmara þarf svarið ekki að vera, en þetta er „Turninn“.

***

Hér er loks þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár