***
Aukaspurning:
Í hvaða borg er sú hin litríka brú er hér að ofan sést?
***
1. Í hvaða landi var Bismarck helstur valdamaður 1871-1890?
2. Í hvaða landi er Chernobyl?
3. Hver keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision bæði 1999 og 2005?
4. Hvaða þjóð varð heimsmeistari í fótbolta karla árið 1970 eftir að hafa unnið Ítali 4-1 í einhverjum best spilaða úrslitaleik sögunnar?
5. Hvað gerði Gudrun Ensslin sér til frægðar laust upp úr 1970?
6. Hvað heitir ritstjóri vefritsins Kjarnans?
7. Skúmur heitir fugl einn íslenskur. Hverjir eru nánustu frændur hans og frænkur hér á landi?
8. Með hvaða hljómsveit söng Helena Eyjólfsdóttir lengst og mest?
9. Í landi einu eru skráð 90 tungumál, auk fjölda málýska. Alengasta tungumálið er oromo, sem er talað af 34 prósentum íbúa, eða um 37 milljónum manna. Næst algengasta tungumálið er amharíska, sem er talað af rétt tæpum 30 prósentum íbúa. Amharíska er mest notað í stjórnsýslu landsins og flestir í landinu tala það sem annað tungumál á eftir sínu eigin. Þess má geta að amharíska er annað útbreiddasta semitíska tungumál heims á eftir arabísku. Meðal annarra tungumála í landinu eru tigrinjaska, sidamo, wolaytta og guragíska. Hvaða land er hér átt við?
10. Hver elskaði Ófelíu? Eða kannski alls ekki?
***
Síðari aukaspurning.
Hvað er þetta?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Þýskalandi.
2. Úkraínu.
3. Selma Björnsdóttir.
4. Brasilíumenn.
5. Hún var hryðjuverkamaður í Þýskalandi.
6. Þórður Snær.
7. Kjóar.
8. Hljómsveit Ingimars Eydals.
9. Eþíópíu.
10. Hamlet.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Ponte Vecchio sem er að finna í borginni Flórens á ítalíu.
Á neðri myndinni er Tarot-spil. Nákvæmara þarf svarið ekki að vera, en þetta er „Turninn“.
***
Athugasemdir