Losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum var 19.900 kílótonnum koltvísýringsígilda minni árið 2018 en ef jarðefnaeldsneyti hefði verið notað í stað jarðorku og vatnsafls. Engu að síður er losun á hvern íbúa Íslands mikil á heimsvísu og tvöfalt meiri en á hvern íbúa í Svíþjóð.
Þetta kemur fram í svari Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Ásmundur vildi vita hversu mikið meiri losun Íslands væri ef notast væri við jarðefnaeldsneyti til húshitunar á Íslandi og við framleiðslu raforku vegna stóriðju á Íslandi.
4.857 kílótonn
Orkustofnun veitti ráðherra tölur úr loftslagsbókhaldi frá 2018 sem sýna að 3.700 kílótonn sparist vegna húshitunar með endurnýjanlegum orkugjöfum. Til samanburðar var heildarlosun Íslands það ár 4.857 kílótonn koltvísýringsígilda. Auk þess sparast 16.200 kílótonn vegna raforkuframleiðslu frá jarðorku og vatnsafli í stað olíu. Megnið af þeim sparnaði kemur til vegna raforkunotkunar stóriðju, alls 85 prósent, en þar spöruðust …
Athugasemdir