Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vinnudeila flugmanna Bláfugls og SA: Eignarhaldið í skattaskjólinu Ras al Khaimah

Lit­háíski millj­arða­mær­ing­ur­inn, Gedimin­as Žiemel­is, varð eig­andi Blá­fugls í fyrra í gegn­um fyr­ir­tæki sín á Kýp­ur og Sam­ein­uðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um. Blá­fugl reyn­ir nú að lækka laun flug­manna fé­lag­ins um 40 til 75 pró­sent seg­ir Jón Þór Þor­valds­son, formað­ur Fé­lags ís­lenskra at­vinnuflug­manna.

Vinnudeila flugmanna Bláfugls og SA: Eignarhaldið í skattaskjólinu Ras al Khaimah
Á eignir upp á meira en 100 milljarða Gediminas Žiemelis, eigandi fraktflugfélagsins Bláfugsl sem nú á í vinnudeildu við FÍA, á eignir upp á rúmlega 130 milljarða króna. Mynd: b'Kestutis Vanagas'

Eignarhaldið á íslenska flugfélaginu Bláfugli, eða Bluebird Nordic eins og fyrirtækið heitir nú, er á endanum í gegnum fyrirtæki í skattaskjólum og lágskattasvæðum.

Flugfélagið á nú í harðri vinnudeilu við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) eftir að það sagði upp 11 íslenskum flugmönnum sem voru á kjarasamningum félagsins. Uppsagnirnar á flugmönnunum áttu sér stað í lok síðasta árs í miðjum kjaradeilum þeirra við Bláfugl eftir fimm árangurslausa samningafundi. Flugmennirnir eru sem stendur á uppsagnarfresti en án vinnuskyldu og er deilan nú hjá ríkissáttasemjara, segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA. Þetta gerist í kjölfarið á því að nýr eigandi, fyrirtækið Avia Solutions Group, sem skráð er í lágskattaríkinu Kýpur, keypti Bláfugl í fyrra.

RAK-félag í Samherjamálinu í NamibíuEitt dæmi um notkun RAK-félags í íslenskri viðskiptasögu er Tundavala Invest, sem tók við mútugreiðslum frá Samherja fyrir kvóta í Namibíu. Mjög erfitt hefur reynst fyrir rannsóknaraðila í Samherjamálinu að fá upplýsingar frá yfirvöldum …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár