Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hvíti hertoginn heldur upp á afmælið

Um þess­ar mund­ir eru 45 ár frá út­gáfu meist­ar­verks Dav­ids Bowie, Stati­on to Stati­on, plata sem mark­aði djúp spor í fer­il tón­list­ar­manns­ins og tón­list­ar­sögu 20. ald­ar. Af því til­efni rýn­ir Sindri Freys­son rit­höf­und­ur í skraut­lega til­urð þessa merki­lega lista­verks þar sem dul­speki, trú­ar­grufl, norn­ir, kól­umb­ískt lyfti­duft og Hitler koma með­al ann­ars við sögu.

Hvíti hertoginn heldur upp á afmælið
45 ára stórvirki Station to Station, meistarastykki Bowie, á afmæli um þessar mundir.

Snjókófið klofnar skyndilega og langt að komin hraðlestin birtist öskrandi, glampandi rýtingur sem rekinn er af alefli inn í næturkyrrð borgarinnar.

Fínlegur maðurinn sem stígur út á brautarpallinn ber með sér að vera aðalborinn. Líklega hertogi að snúa úr sjálfskipaðri útlegð til að vitja ríkmannlegrar gotneskrar hallar í útjaðri borgarinnar. Skuggaleg bygging sem beðið hefur komu hans lengur en þjónarnir, sem hafa allan tímann haldið henni við fægjandi og pússandi spegla og marmara, geta munað. En þeir geta hins vegar ekki fyrir nokkra muni gleymt trylltum veisluhöldunum sem skóku þar gólf og veggi endalausar nætur áður en húsbóndinn hvarf út í buskann án skýringa endur fyrir löngu.

Á höfðinu slúttir barðstór svartur hattur sem skyggir á tvílit og rannsakandi augu. Yfir klæðskerasaumuð svört jakkaföt er kæruleysislega tyllt á herðarnar hvítum ullarfrakka sem rennur saman við kókaínhvíta drífuna sem þyrlast um manninn einsog standi hann í miðri hringiðu sjónvarps eftir útsendingu.

Gesturinn ber með sér dulúð, myrkur og háska, á tálguðum og grannleitum vöngum hvílir vampírískur fölvi og það er einhver óþreyja í svip hans, niðurbæld harka eða ófullnægt hungur. Í stað sálar aðeins frystihólf, full af engu. Öll nærvera hans er þrungin ójarðneskum annarleika og þar sem hann stendur einsamall á pallinum og virðir fyrir sér mannlausa stöðina, minnir hann á soltinn úlf að svipast eftir bráð.

Í borginni sem Bowie hataði

Einhvern veginn framkallast þessar svipmyndir, óræðar og mystískar, þegar maður hugsar til breiðskífunnar Station to Station sem fagnar 45 ára afmæli þessa dagana, ótrúlegt nokk því að hún virðist vart hafa elst um dag. Upphafsskref hennar voru ekki tekin í dularfullri mið-evrópskri borg um hávetur, heldur á sólbökuðum haustdögum í Los Angeles árið 1975, í borginni sem er safn um gjálífi, innantómar glansmyndir og taumlausa sjálfsdýrkun. Borg sem Bowie hataði einsog pláguna.

Hann var nýkominn til baka til borgarinnar eftir sumarlanga dvöl í eyðimörkinni í New Mexico við leik í existensíalísku framtíðarmyndinni The Man Who Fell to Earth, sem fjallar um hvernig háþróuð geimvera í mannslíki verður jarðnesku hóglífi og fíkn að bráð. Framleiðslan var þyrnum stráð; hann fékk matareitrun eftir að hafa drukkið skemmda mjólk og hitinn var lamandi. Fíkn hans var í þokkabót orðin stjórnlaus: Meðan á tökunum stóð kvaðst hafa tekið tíu grömm af kókaíni á dag!

„Ég var jafn tilfinningalega firrtur og framandi og persónan sem ég lék. Þetta var frekar áreynslulaus frammistaða, gott sýnishorn af manni að brotna gjörsamlega niður fyrir framan áhorfendur,” sagði hann seinna meir.

Á milli taka dundaði hann sér við að skrifa handrit bókar sem átti að vera blanda af eigin minningum og hreinræktuðum skáldskap, bútasaumsteppi sýndar og reyndar rimpað saman með geimnál. Handritið nefndist The Return of the Thin White Duke. Hann fékkst líka við að semja tónlist fyrir kvikmyndina, sem hann taldi sig hafa verið ráðinn til að gera, þó að þess væri hvergi getið í samningum hans við framleiðendur. Þegar hann uppgötvaði síðan að þeir höfðu ekki áhuga á tónlistinni fauk heiftarlega í kappann, hann henti lögunum ofan í skúffu og hóf næsta verkefni; að undirbúa nýja plötu, sem síðar fékk heitið Station to Station. Nafnið tengist þó ekki drungalegum lestarstöðvum heldur svonefndum stöðvum krossins, þ.e. fjórtán skilgreindum áföngum eða þrepum í þjáningarför Krists frá þeim tíma sem hann var dæmdur til dauða þangað til hann reis upp frá dauðum.

Hvíta fjallið og svarti galdurinn

Bowie rogaðist sjálfur með þungan kross á þessu skeiði. Hann var aðeins 28 ára gamall þegar þetta var, en að niðurlotum kominn líkamlega, tilfinningalega og andlega. Hjónaband hans, sem hafði verið svo lengi galopið að það var farið að næða á berangri um þá mörgu sem höfðu haft þar viðkomu, var komið að endalokum. Hann hámaði í sig örvandi efni í gríð og erg sem fyrr segir, til að halda sér vakandi sem lengst – enda kvaðst hann hata svefn í viðtali á þessum tíma – og halda afköstunum í hámarki. Hann svaf lítið sem ekkert langtímum saman, var stundum vakandi marga sólarhringa að klífa hvíta fjallið og kafa í svarta galdurinn. Að auki var átröskun hans orðin öllum ljós, um tíma lifði hann á einni papriku og mjólkurfernu á dag og fór niður í 50 kíló að þyngd.

Hann var farinn að upplifa ranghugmyndir, ofsóknaræði og ofskynjanir; í viðtali sem birtist við hann í tímaritinu Rolling Stone á þessu tímabili var blaðamaður viðstaddur þegar Bowie hélt sig sjá líkama falla af himni ofan og brást við með að draga fyrir gluggann og kveikja örskamma stund á svörtu galdrakerti. Venjulegur þriðjudagur …

Hann hafði sökkt sér ofan í trúargrufl og dulspeki, las skrif breska rugludallsins Aleister Crowley í drep, fann samhljóm í talnaspeki og hinni gyðinglegu Kaballah-trú, tók Kirlian-ljósmyndir til að kanna breytingar á orkustreymi sínu fyrir og eftir töku eiturlyfja, og til að bæta gráu ofan á svart daðraði hann við fasískar hugmyndir sem birtust meðal annars í glannalegum fullyrðingum um að hann gæti hæglega orðið fyrirtaks Hitler. Raunar væri Hitler ein fyrsta rokkstjarnan …

Dulspekiáhuginn hafi raunar leitt hann inn í nasísk öngstræti og afkima og hann gaf hverjum sem vildi eintak af bókinni The Occult Reich, sem fjallaði á lítt fræðilegan hátt um dufl nasista við dylhyggjuleg fyrirbæri. Hann teiknaði díabólísk tákn á borð við fimmhyrning og hið kabbalíska tré lífsins á veggi og gólf heimilis síns og skoðaði allar tölur sem urðu á vegi hans með tilliti til merkingar þeirra samkvæmt túlkun talnaspekinnar. Hann hélt því fram að nornir stælu úr honum sæðinu.

Stórvirki knúið af hvítu dufti

Í emjandi hraðlest á leið í geðrof og hungurdauða geystist hann inn í upptökuver í september ásamt fríðum flokki hljóðfæraleikara. Þar fóru fremstir hrynhluti upptökusveitarinnar, þeir Carlos Alomar gítarleikari, Dennis Davis trommuleikari og George Murray bassaleikari.

Textarnir skipta mestu máli, sagði Bowie ákveðinn og sýndi þeim lagahugmyndir sem grunna til að vinna með. Þeir bjuggu síðan í sameiningu til ryþma-grind laganna sem hann klæddi að því loknu með öðrum hljóðfærum og söng. Þessu verki stýrði Bowie í samvinnu við upptökustjórann Harry Maslin, sem pródúserað hafði lögin tvö sem Bowie vann með John Lennon fyrir plötuna Young Americans, en hún hafði komið út í byrjun sama árs og slegið rækilega í gegn.

Og þó að heilsufar Bowie virtist í frjálsu falli var engin miskunn hjá meistaranum þegar inn í Cherokee-hljóðverið í LA var komið. Hann sannaði afdráttarlaust að tilvistarkreppa þarf ekki að jafngilda sköpunarkreppu. Gígantísk lyst hans á kólumbíska lyftiduftinu var óseðjandi og hljómsveitin gekk fyrir sama eldsneytinu í upptökum sem fóru fram daga jafnt sem nætur. Þær einkenndust af tilraunamennsku og sköpunarkrafti og tónlistarmennirnir höfðu sjaldan eða aldrei lifað jafn gjöfular stundir í hljóðveri. Fagmennska og einbeiting Bowie virtist óaðfinnanleg. Þeir hafa allir rifjað upp gleðilegar minningar um þessa haustdaga sem Station to Station var í fæðingu. Allir nema Bowie, sem mundi ekkert eftir þeim. Ekkert.

Platan er hins vegar skínandi stórvirki sem býður allri gleymsku birginn. Ein albesta plata Bowie og dægurtónlistar á 20. öld.

Ákall um ást og merkingu

Kannski er Station to Station ekki alveg saklaus af að vera danteískur könnunarleiðangur um dekadansinn í undirheimum og undirvitund þjakaðrar rokkstjörnu, en fyrst og fremst sameinar hún þó stórar andstæður áreynslulaust. Mýkt og hörku, hlýju og kulda, angurværð og kæti, trylling og kyrrð, von og vonleysi, gleði og sorg. Hún er ákall um ást, ákall um upprisu, ákall um æðri leiðsögn, ákall um mennsku og sjálfsmynd, ákall um merkingu í heimi þar sem framboðið af merkingu er langtum minna en eftirspurnin. Og auðvitað blekkingarnar: It’s not the side-effects of the cocaine! I’m thinking that it must be love.”Lyftum glösum! Lyftum þeim hátt! Skál fyrir afmælisbarninu

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár