Óbirt rannsóknargögn á blýmengun í drykkjarvatni á varnarsvæðinu sýna að magn blýs í vatninu var allt að tvö þúsund sinnum meira en leyfilegt er þegar verst var.
Bandarísk yfirvöld gerðu ítarlegar mælingar á magni blýs í drykkjarvatni á árunum 1996 til 1999 og hefur Stundin niðurstöðurnar undir höndum. Stundin tók vatnssýni á Ásbrúarsvæðinu og enn mælist blý í drykkjarvatni þar.
Blý getur haft alvarleg, óafturkræf áhrif á heilsu fólks og sérstaklega börn.
Varnarliðið og íslenskt umhverfi
Árið 1951 skrifuðu Ísland og Bandaríkin undir varnarsamning. Sama ár kom herinn sér fyrir á nýbyggðri herstöðinni á Miðnesheiði. Töluverð andspyrna var gegn viðveru hersins hér á landi og fóru friðarsamtök oft í svokallaða Keflavíkurgöngu til að mótmæla viðveru hersins hér á landi. Uppbygging var mikil á varnarsvæðinu og þegar umsvifin voru mest bjuggu yfir 5.700 manns á herstöðinni, hermenn og fjölskyldur þeirra. Herstöðin var í raun sér sveitarfélag, eitt það stærsta á landinu …
Athugasemdir