„Í störfum mínum í gegnum tíðina með einstaklingum sem glíma við þungan vímuefnavanda, hef ég stundum hitt konur sem voru á sama tíma og ég í Varpholti og Laugalandi. Þær voru og eru enn mjög mikið veikar. Mér finnst að þær sem ekki hafa náð bata eigi skilið að ég segi mína sögu. Vegna þeirra ákvað ég að stíga fram og segja frá ofbeldinu sem við vorum beittar á meðferðarheimilinu.“
Þetta segir Gígja Skúladóttir sem er 36 ára hjúkrunarfræðingur sem starfar í samfélagsgeðteymi geðsviðs Landspítalans. Gígja var 14 ára þegar hún var send á meðferðarheimilið Varpholt. „Það var í janúar árið 1999. Ég hafði verið á Stuðlum þar sem mér leið vel. Það var auðvitað stofnun en þar var þrepakerfi AA og engin ógn. Bara heilbrigt meðferðarstarf,“ segir Gígja.
Hún segir að ofbeldið hafi byrjað daginn sem hún kom í Varpholt og það hafi verið viðvarandi allan tímann …
Athugasemdir