„Ég var ekki neikvæð í garð Varpholts þegar mér var sagt að ég yrði send þangað. Líf mitt hafði verið mjög erfitt. Ég var fjórtán ára og hafði orðið fyrir kynferðislegri misnotkun og bróðir minn hafði dáið nokkrum árum fyrr í slysi, aðeins 17 ára gamall. Öll fjölskyldan mín var því buguð af sorg vegna áfalla. Ég var reið og hrædd og vissi eiginlega ekki mitt rjúkandi ráð, kunni ekki að díla við lífið. Þannig að þegar mér var sagt að ég færi á meðferðarheimili úti á landi var mér létt því ég hélt að ég væri að fá þá aðstoð sem ég þurfti á þessum tíma.“
Þetta segir Brynja Skúladóttir, sem er 36 ára hugbúnaðarsérfræðingur. Hún kom fyrst í Varpholt árið 1998, þá fjórtán ára, og var þar í rúm tvö ár. „Ég áttaði mig á því fyrsta daginn að þarna var ekki verið að bjóða upp á meðferð …
Athugasemdir