Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Val um sóttkví en ekki skimun er smuga inn í landið fyrir veiruna

Það er óá­sætt­an­legt að ekki hafi ver­ið brugð­ist við og lög­um breytt svo hægt sé að skylda fólk sem kem­ur til lands­ins í skimun við Covid-19 seg­ir yf­ir­lög­reglu­þjónn. Dæmi eru um að fólk virði ekki fjór­tán daga sótt­kví og það býr til leið fyr­ir veiruna inn í land­ið.

Möguleikinn á að fara í fjórtán daga sóttkví við komu til landsin er smuga fyrir Covid-19 veiruna inn í landið og samfélagið. Mörg tilfelli eru um að fólk virði ekki sóttkvínna Í tvígang hefur sóttvarnarlæknir reynt að fá heimild til að afnema þann möguleika en ekki gengið. Með auknum fjölda þeirra sem greinst hafa með svokallað breskt afbrigði veirunnar, sem er mun meira smitandi en önnur, eykst hætta vegna þessa. Bregðast þarf skjótt við og breyta lögum til að heimildir séu til staðar til að skylda fólk í sýnatöku eða í sóttkví í farsóttarhúsi.

Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Sigurgeirs Sigmundssonar, yfirlögregluþjóns flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, á upplýsingafundi landlæknis og almannavarna í dag. Sigurgeir sagði að vel hefði verið fylgst með þeim hópi sem valið hafi fjórtán daga sóttkví og margir þeirra ætli sér ekki að hlíta sóttkvínni. Þannig hafi lögreglu og tollvörðum tekist að snúa stórum hópi fólks, yfir 200 manns, frá því að velja fjórtán daga sóttkví og fara þess í stað í skimun. Í ljós hafi komið fjölmörg smit í þeim hópi. Sigurgeir tilgreind að um fjörutíu manna hópur sem kom til landsins hefði harðneitað því að fara í skimun, allt þar til landamæraverðir hafi sjálfir greitt fyrir sýnatökuna. Í ljós kom að á annan tug smita var að finna í hópnum. Alls hafi landamæravörðum tekist að koma í veg fyrir að um 600 smit bærust inn í landið.

Sigurgeir sagði óviðunandi að ekki væri búið að breyta sóttvarnarlögum svo hægt væri að skikka fólk í sýnatöku. Nauðsynlegt væri að bregðast hratt við og breyta lögunum.

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir lýsti áhyggjum sínum af auknum fjölda smita sem greinst hafa á landamærunum að undanförnu. Einkum hefur hann áhyggjur af því að 33 hafa greinst með breska afbrigðið þar, og fjórir innanlands, allir tengdir einstaklingum sem greinst höfðu á landamærunum.

Í ljósi þess að heilbrigðisráðuneytið telur að ekki sé lagastoð fyrir tillögum Þórólfs um að skikka alla í skimun við komuna til landsins, eða að skikka þá sem ekki vilja fara í sýnatöku til að dvelja í fjórtán daga sóttkví í farsóttarhúsi, hefur Þórólfur lagt til við ráðherra að þeir sem hingað til lands ferðist verði að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi við upphaf ferðar og aftur á landamærunum. Prófið megi ekki vera eldra en 48 klukkustunda gamalt og engur að síður þurfi fólk að velja milli skimunar eða fjórtán daga sóttkvíar. Hann bíður nú svara frá ráðuneytinu.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Upplýsingafundir um Covid-19

Enginn afsláttur af sóttkvíarreglum þó smit komi upp í skólum
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19

Eng­inn af­slátt­ur af sótt­kví­ar­regl­um þó smit komi upp í skól­um

Komi Covid smit upp í skól­um munu þeir sem út­sett­ir kunna að hafa ver­ið fyr­ir veirunni að fara í sótt­kví líkt og ver­ið hef­ur. Eng­inn af­slátt­ur verð­ur gef­inn þar á nú frem­ur en áð­ur, seg­ir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varn­ar­lækn­ir. Mun meira er um að al­var­lega veik­ir ein­stak­ling­ar komi beint inn á spít­al­ann í inn­lögn en ver­ið hef­ur en hafi ekki við­komu á Covid-göngu­deild fyrst. Það á við um þrjá af þeim níu sjúk­ling­um sem lagst hafa inn á gjör­gæslu­deild í þess­ari bylgju far­ald­urs­ins.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár