Áramótaávörp forsætisráðherra gleymast allajafna hratt og með réttu.
Þau eru enda að mestu leyti tóm froða – með fullri virðingu – um samstöðu, sóknarfæri og mikil tækifæri, kjark og þor, ósnortna náttúru og einstakt eðli Íslendinga.
Svona nokkurn veginn saman talið.
Ávörp Katrínar Jakobsdóttur á gamlárskvöld eru sama marki brennd. Sæmileg tölva með gervigreind hefði sennilega getað soðið þau saman upp úr ávörpum forvera hennar í starfi. Klisjurnar eru þannig.
En samt. Og þó.
Það er alltaf eitthvað í ýmsu.
–– –– –– ––
Fyrst skulum við þó hafa þetta í huga: Forsætisráðherra hverju sinni (hin seinni árin) skrifar og flytur tugi ræðna og greina á hverju ári, en skrifar þær alls ekki sjálfur.
Hann fundar með aðstoðarmönnum sínum, leggur línur og leggur í púkkið, en svo fara aðrir hver að sinni tölvu og skrifa. Að lokum eru textarnir dregnir saman, sirka helmingnum er hent, en restin verður ræða …
Athugasemdir