Á horni Barónsstígs og Eiríksgötu stendur gamli Blóðbankinn. „Blóð er lífsgjöf“, segir í kjörorðum bankans sem hefur fært sig um set á Snorrabraut.
Eftir stendur húsið gráa á Barónsstígnum og hefur öðlast nýja tilgang, en í kjallara þess húss dvelja þeir tímabundið sem látið hafa lífið af óútskýrðum ástæðum.
Einmanaleg skrifstofa
Í köldum kjallaranum liggja þeir látnu og bíða krufningar. Þar er einnig lítil skrifstofa. Hún er fremur látlaus en samt hlý, ef út í það er farið.
Þegar gengið er inn í hana má sjá lítið skrifborð og þrjár hillur fullar af bókum og skjölum. Í efstu hillunni má sjá styttu af mannshöfði sem á stendur: „höfuðlagsfræði“. Í slíkum fræðum var reynt að festa sönnur á því að persónuleika fólks mætti reikna út frá höfuðlagi þess. Eins og það manneskjulega lægi í líkamsstarfseminni. Kenningunni var hins vegar strax hafnað af mörgum fræðimönnum.
Við hlið styttunnar má sjá höfuð …
Athugasemdir