Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skiptir mestu máli að hafa gaman

Vel­gengni Hild­ar Yeom­an sem fata­hönn­uð­ur er lyg­inni lík­ast en það má áætla að hún sé sá ís­lenski fata­hönn­uð­ur sem lengst hef­ur náð á bæði inn­lendri sem og er­lendri grund um þess­ar mund­ir. Á með­an marg­ar versl­an­ir í mið­bæn­um og víð­ar hafa þurft að loka vegna heims­ástands­ins hef­ur Hild­ur opn­að nýja og glæsi­lega versl­un á Lauga­veg­in­um.

Skiptir mestu máli að hafa gaman

„Fólk er eðlilega endalaust að bera þetta vitlaust fram,“ segir Hildur hlæjandi um nafn verslunarinnar, Yeoman,  sem er það sama og eftirnafn hennar. „Nú eru eflaust margir að horfa á Netflix-seríuna The Crown og þá er gaman að geta þess að helstu lífverðir drottningarinnar bresku eru kallaðir Yeoman. Nafnið er borið fram jómann.“ Forfeður Hildar komu frá Bretlandi, en þeir voru Írar sem fluttu til New Jersey í Bandaríkjunum. „Afi minn kom svo hingað til Íslands með hernum og hitti hana ömmu, Möggu Marínósdóttur, sem er nú langmesti töffarinn af þessu liði öllu ef þú spyrð mig.“ Hildur segist vera með það á hreinu að frá þessari ömmu hafi hún erft tískugenið en meiri skvísu sé varla hægt að finna. 

„Amma Magga saumaði yfirleitt fötin sín sjálf og líka á börnin sín. Ekki af því að það var ódýrara heldur vegna þess að hún hafði mikinn áhuga á fötum og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár