Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Endurskipun ríkissaksóknarans í Namibíu talin jákvæð fyrir rannsóknina á Samherjamálinu

Martha Iwalwa, rík­is­sak­sókn­ari í Namib­íu, sem sak­sæk­ir namib­íska sak­born­inga í Sam­herja­mál­inu hef­ur ver­ið skip­uð í embætt­ið á ný til fimm ára. Stjórn­mála­skýrend­ur í Namib­íu telja þetta já­kvætt þar sem hún þekk­ir Sam­herja­mál­ið en ef­ast hef­ur ver­ið um heil­indi Iwalwa við rann­sókn spill­ing­ar­mála í gegn­um tíð­ina.

Endurskipun ríkissaksóknarans í Namibíu talin jákvæð fyrir rannsóknina á Samherjamálinu
Jákvæð endurskipun Stjórnmálaskýrendur í Namibíu telja almennt séð jákvætt að Martha Iwalwa hafi veirð endurskipuð sem saksóknari þar í landi vegna þess að hún þekkir Samherjamálið orðið svo vel.

Endurskipun Mörtu Iwalwa í embætti ríkissaksóknarans í Namibíu er talin vera jákvæð fyrir rannsókn og saksókn Samherjamálsins þar í landi. Iwalwa hefur gegnt embættinu frá árinu 2004 og Hage Geingob, forseti Namibíu, hefur nú endurskipað hana í embættið til fimm ára. Greint er frá endurskipun Iwalwa í embættið í namibískum fjölmiðlum í dag. 

Þetta gerist viku eftir að Iwalwa greindi frá því fyrir dómi að hún muni sækja að minnsta kosti sjö sakborninga í Samherjamálinu til saka fyrir meðal annars mútuþægni, spillingu og peningaþvætti. Mennirnir sjö, sem allir eru Namibíumenn og sem gengið hafa undir viðurnefninu „hákarlarnir“ í umræðunni um Samherjamálið á Íslandi, eru grunaðir um að hafa með refsiverðum hætti þegið mútugreiðslur frá Samherja í skiptum fyrir aðgang að hestamakrílskvóta á árunum 2011 til 2019. 

Tveir menn til viðbótar voru svo handteknir í gær. 

„Ótrúlega flókið mál“

Í dagblaðinu The Namibian Sun er haft eftir fréttaskýrandanum, Graham Hopwood, að vegna þess hversu flókið Samherjamálið, sem gengur undir nafninu Fishrot á ensku, sé þá sé jákvætt að sami embættismaður haldi áfram að leiða embættið þar sem rannsóknin sé í fullum gangi. „Þetta er ótrúlega flókið mál sem snýst um mörg félög og bankareikninga í ólíkum löndum, og þar sem hún hefur nú þegar ákveðið að saksækja í málinu, þá er klókt að einhver sem veit hversu flókið málið er verði áfram við stjórnvölinn,“ segir Hopwood. 

„Þetta er ótrúlega flókið mál sem snýst um mörg félög og bankareikninga í ólíkum löndum“

Annar namibískur stjórnmálaskýrandi, Ndumba Kamwanyah, tekur í sama streng og Hopwood og segir að vegna þess að Samherjamálið sé svo stórt þá þurfi Iwalwa að fá tækifæri til að halda áfram. „Embætti hennar er miðju stóru spillingarmáli og það þarf einhver að vera þarna við stjórnina sem þekkir til þess máls í stað þess að skipa nýjan ríkissaksóknara sem fyrst þyrfti að setja sig inn í starfið þar sem þetta gæti haft slæmt áhrif á rekstur málsins,“ segir  Kamwanyah.

EfasemdarraddirEfasemdarraddir hafa heyrst um ríkissaksóknarann þar í landi í gegnum tíðina. Hún greindi frá því að hún hyggist saksækja þrjá menn, sem sjást hér með Þorsteini Má Baldvinssyni, fyrir að þiggja mútur frá Samherja.

Gagnrýni á Iwalwa

Martha Iwalwa hefur verið gagnrýnd í gegnum tíðina fyrir hægagang í störfum sínum og fyrir að gefa ekki út ákærur í stórum spillingarmálum. Vegna þessa hafa heyrst gagnrýnisraddir í Namibíu sem segja að kannski sé kominn tími til að skipta henni út í ljósi þess að Samherjamálið er stærsta málið sinnar tegundar sem komið hefur upp í landinu. 

Iwalwa hefu í þessari umræðu sjálf verið sökuð um að vera spillt. Rannsókn Samherjamálsins snýr á endanum að sjálfum valdaflokknum í landinu, SWAPO, sem hefur verið með meirihluta í kosningum í landinu frá því að það fékk sjálfstæði frá Suður-Afríku fyrir 30 árum. 

Sakborningarnir í Samherjamálinu eru, eða voru áhrifamenn í SWAPO-flokknum, og var dómsmálaráðherrann fyrrverandi, Sacky Shangala, til dæmis handgenginn Hage Geingob forseta. 

Á blaðamannafundi í fyrra neitaði Iwalwa því að hún væri spillt  og sagði: „Ef ég er spillt af hverju hef ég þá ekki verið sótt til saka.“  Hún neitaði því einnig á þessum sama fundi að hún hefði varið háttsetta stjórnmálamenn fyrir saksóknum í gegnum tíðina. 

Hvernig saksókn Samherjamálsins endar hjá Iwalwa á eftir að koma í ljós og eins á alveg eftir að koma í ljóst hvort ákæruvaldið í Namibíu hyggst reyna að sækja stjórnendur Samherja til saka í landinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
3
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár