Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Endurskipun ríkissaksóknarans í Namibíu talin jákvæð fyrir rannsóknina á Samherjamálinu

Martha Iwalwa, rík­is­sak­sókn­ari í Namib­íu, sem sak­sæk­ir namib­íska sak­born­inga í Sam­herja­mál­inu hef­ur ver­ið skip­uð í embætt­ið á ný til fimm ára. Stjórn­mála­skýrend­ur í Namib­íu telja þetta já­kvætt þar sem hún þekk­ir Sam­herja­mál­ið en ef­ast hef­ur ver­ið um heil­indi Iwalwa við rann­sókn spill­ing­ar­mála í gegn­um tíð­ina.

Endurskipun ríkissaksóknarans í Namibíu talin jákvæð fyrir rannsóknina á Samherjamálinu
Jákvæð endurskipun Stjórnmálaskýrendur í Namibíu telja almennt séð jákvætt að Martha Iwalwa hafi veirð endurskipuð sem saksóknari þar í landi vegna þess að hún þekkir Samherjamálið orðið svo vel.

Endurskipun Mörtu Iwalwa í embætti ríkissaksóknarans í Namibíu er talin vera jákvæð fyrir rannsókn og saksókn Samherjamálsins þar í landi. Iwalwa hefur gegnt embættinu frá árinu 2004 og Hage Geingob, forseti Namibíu, hefur nú endurskipað hana í embættið til fimm ára. Greint er frá endurskipun Iwalwa í embættið í namibískum fjölmiðlum í dag. 

Þetta gerist viku eftir að Iwalwa greindi frá því fyrir dómi að hún muni sækja að minnsta kosti sjö sakborninga í Samherjamálinu til saka fyrir meðal annars mútuþægni, spillingu og peningaþvætti. Mennirnir sjö, sem allir eru Namibíumenn og sem gengið hafa undir viðurnefninu „hákarlarnir“ í umræðunni um Samherjamálið á Íslandi, eru grunaðir um að hafa með refsiverðum hætti þegið mútugreiðslur frá Samherja í skiptum fyrir aðgang að hestamakrílskvóta á árunum 2011 til 2019. 

Tveir menn til viðbótar voru svo handteknir í gær. 

„Ótrúlega flókið mál“

Í dagblaðinu The Namibian Sun er haft eftir fréttaskýrandanum, Graham Hopwood, að vegna þess hversu flókið Samherjamálið, sem gengur undir nafninu Fishrot á ensku, sé þá sé jákvætt að sami embættismaður haldi áfram að leiða embættið þar sem rannsóknin sé í fullum gangi. „Þetta er ótrúlega flókið mál sem snýst um mörg félög og bankareikninga í ólíkum löndum, og þar sem hún hefur nú þegar ákveðið að saksækja í málinu, þá er klókt að einhver sem veit hversu flókið málið er verði áfram við stjórnvölinn,“ segir Hopwood. 

„Þetta er ótrúlega flókið mál sem snýst um mörg félög og bankareikninga í ólíkum löndum“

Annar namibískur stjórnmálaskýrandi, Ndumba Kamwanyah, tekur í sama streng og Hopwood og segir að vegna þess að Samherjamálið sé svo stórt þá þurfi Iwalwa að fá tækifæri til að halda áfram. „Embætti hennar er miðju stóru spillingarmáli og það þarf einhver að vera þarna við stjórnina sem þekkir til þess máls í stað þess að skipa nýjan ríkissaksóknara sem fyrst þyrfti að setja sig inn í starfið þar sem þetta gæti haft slæmt áhrif á rekstur málsins,“ segir  Kamwanyah.

EfasemdarraddirEfasemdarraddir hafa heyrst um ríkissaksóknarann þar í landi í gegnum tíðina. Hún greindi frá því að hún hyggist saksækja þrjá menn, sem sjást hér með Þorsteini Má Baldvinssyni, fyrir að þiggja mútur frá Samherja.

Gagnrýni á Iwalwa

Martha Iwalwa hefur verið gagnrýnd í gegnum tíðina fyrir hægagang í störfum sínum og fyrir að gefa ekki út ákærur í stórum spillingarmálum. Vegna þessa hafa heyrst gagnrýnisraddir í Namibíu sem segja að kannski sé kominn tími til að skipta henni út í ljósi þess að Samherjamálið er stærsta málið sinnar tegundar sem komið hefur upp í landinu. 

Iwalwa hefu í þessari umræðu sjálf verið sökuð um að vera spillt. Rannsókn Samherjamálsins snýr á endanum að sjálfum valdaflokknum í landinu, SWAPO, sem hefur verið með meirihluta í kosningum í landinu frá því að það fékk sjálfstæði frá Suður-Afríku fyrir 30 árum. 

Sakborningarnir í Samherjamálinu eru, eða voru áhrifamenn í SWAPO-flokknum, og var dómsmálaráðherrann fyrrverandi, Sacky Shangala, til dæmis handgenginn Hage Geingob forseta. 

Á blaðamannafundi í fyrra neitaði Iwalwa því að hún væri spillt  og sagði: „Ef ég er spillt af hverju hef ég þá ekki verið sótt til saka.“  Hún neitaði því einnig á þessum sama fundi að hún hefði varið háttsetta stjórnmálamenn fyrir saksóknum í gegnum tíðina. 

Hvernig saksókn Samherjamálsins endar hjá Iwalwa á eftir að koma í ljós og eins á alveg eftir að koma í ljóst hvort ákæruvaldið í Namibíu hyggst reyna að sækja stjórnendur Samherja til saka í landinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár