Segir tilvísun til jafnréttissjónamiða „lýsa ákveðnu þroti í jafnréttisumræðunni“

Frum­varp um fæð­ing­ar-og for­eldra­or­lof fór fyr­ir um­ræðu á Al­þingi í dag. Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, þing­mað­ur sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ir til­vís­un í stöðu kvenna er varð­ar fæð­in­ing­ar­or­lofs um­ræð­una lýsa þroti í jafn­rétt­isum­ræðu.

Segir tilvísun til jafnréttissjónamiða „lýsa ákveðnu þroti í jafnréttisumræðunni“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen,  tók til máls á Alþingi í dag í umræðu um frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félags-og barnamálaráðherra um fæðingar-og foreldraorlof.

„Tilvísun til jafnréttissjónamiða og stöðu kvenna tel ég vera gamlar lummur hér og lýsa ákveðnu þroti í jafnréttisumræðunni. Eftir tveggja áratuga reynslu af þessum málum eru menn ennþá að vísa í þetta. Hvernig væri nú að prófa að fara aðrar leiðir?“ spyr Sigríður og sagðist svo ætla að styðja breytingartillögur þess efnis að foreldrar fái frelsi til þess að dreifa tólf mánaða fæðingarorlofi eins og þeir kjósa. 

„Tilvísun til jafnréttissjónamiða og stöðu kvenna tel ég vera gamlar lummur hér og lýsa ákveðnu þroti í jafnréttisumræðunni“

Þó nokkrir svöruðu þingmanninum þar á meðal Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar , sem sagðist sjá blikur á lofti, sér í lagi í orðum Sigríðar, um mikla gjá á milli flokka á þingi þegar kæmi að jafnrétti. „Það er tómt mál að mínu viti að tala um svigrúm, það er tómt mál að tala um frelsi, þegar jafnrétti er ekki til staðar,“ sagði þingmaðurinn í pontu.

Flokksfélagi Þorgerðar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, tekur undir með formanni sínum. „Ég heyrði orð hér inn í sal rétt áðan að það væri ákveðið þrot í málum hvað varðar jafnrétti. Mér finnst það lýsa algjöru þroti að ætla að segja pass við jafnrétti og ætla ekki að taka þátt í því og raunar algjört þrot að sjá ekki verukeikann fyrir það sem hann er,“ sagði Þorbjörg. 

Menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, steig í pontu á eftir Þorbjörgu og beindi máli sínu að Sigríði. „Út af orðum háttvirts þingmanns, Sigríðar Á. Andersen, um að jafnréttismál séu bara einhverjar gamlar lummur, þá vil ég hafna því algerlega. Ég vil hafna þessum málflutningi og benda háttvirtum þingmanni á það að landsframleiðsla, hún er meiri á Íslandi út af því að atvinnuþátttaka íslenskra kvenna er sú allra mesta í veröldinni.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár