Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Segir tilvísun til jafnréttissjónamiða „lýsa ákveðnu þroti í jafnréttisumræðunni“

Frum­varp um fæð­ing­ar-og for­eldra­or­lof fór fyr­ir um­ræðu á Al­þingi í dag. Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, þing­mað­ur sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ir til­vís­un í stöðu kvenna er varð­ar fæð­in­ing­ar­or­lofs um­ræð­una lýsa þroti í jafn­rétt­isum­ræðu.

Segir tilvísun til jafnréttissjónamiða „lýsa ákveðnu þroti í jafnréttisumræðunni“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen,  tók til máls á Alþingi í dag í umræðu um frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félags-og barnamálaráðherra um fæðingar-og foreldraorlof.

„Tilvísun til jafnréttissjónamiða og stöðu kvenna tel ég vera gamlar lummur hér og lýsa ákveðnu þroti í jafnréttisumræðunni. Eftir tveggja áratuga reynslu af þessum málum eru menn ennþá að vísa í þetta. Hvernig væri nú að prófa að fara aðrar leiðir?“ spyr Sigríður og sagðist svo ætla að styðja breytingartillögur þess efnis að foreldrar fái frelsi til þess að dreifa tólf mánaða fæðingarorlofi eins og þeir kjósa. 

„Tilvísun til jafnréttissjónamiða og stöðu kvenna tel ég vera gamlar lummur hér og lýsa ákveðnu þroti í jafnréttisumræðunni“

Þó nokkrir svöruðu þingmanninum þar á meðal Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar , sem sagðist sjá blikur á lofti, sér í lagi í orðum Sigríðar, um mikla gjá á milli flokka á þingi þegar kæmi að jafnrétti. „Það er tómt mál að mínu viti að tala um svigrúm, það er tómt mál að tala um frelsi, þegar jafnrétti er ekki til staðar,“ sagði þingmaðurinn í pontu.

Flokksfélagi Þorgerðar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, tekur undir með formanni sínum. „Ég heyrði orð hér inn í sal rétt áðan að það væri ákveðið þrot í málum hvað varðar jafnrétti. Mér finnst það lýsa algjöru þroti að ætla að segja pass við jafnrétti og ætla ekki að taka þátt í því og raunar algjört þrot að sjá ekki verukeikann fyrir það sem hann er,“ sagði Þorbjörg. 

Menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, steig í pontu á eftir Þorbjörgu og beindi máli sínu að Sigríði. „Út af orðum háttvirts þingmanns, Sigríðar Á. Andersen, um að jafnréttismál séu bara einhverjar gamlar lummur, þá vil ég hafna því algerlega. Ég vil hafna þessum málflutningi og benda háttvirtum þingmanni á það að landsframleiðsla, hún er meiri á Íslandi út af því að atvinnuþátttaka íslenskra kvenna er sú allra mesta í veröldinni.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár