Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Segir tilvísun til jafnréttissjónamiða „lýsa ákveðnu þroti í jafnréttisumræðunni“

Frum­varp um fæð­ing­ar-og for­eldra­or­lof fór fyr­ir um­ræðu á Al­þingi í dag. Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, þing­mað­ur sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ir til­vís­un í stöðu kvenna er varð­ar fæð­in­ing­ar­or­lofs um­ræð­una lýsa þroti í jafn­rétt­isum­ræðu.

Segir tilvísun til jafnréttissjónamiða „lýsa ákveðnu þroti í jafnréttisumræðunni“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen,  tók til máls á Alþingi í dag í umræðu um frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félags-og barnamálaráðherra um fæðingar-og foreldraorlof.

„Tilvísun til jafnréttissjónamiða og stöðu kvenna tel ég vera gamlar lummur hér og lýsa ákveðnu þroti í jafnréttisumræðunni. Eftir tveggja áratuga reynslu af þessum málum eru menn ennþá að vísa í þetta. Hvernig væri nú að prófa að fara aðrar leiðir?“ spyr Sigríður og sagðist svo ætla að styðja breytingartillögur þess efnis að foreldrar fái frelsi til þess að dreifa tólf mánaða fæðingarorlofi eins og þeir kjósa. 

„Tilvísun til jafnréttissjónamiða og stöðu kvenna tel ég vera gamlar lummur hér og lýsa ákveðnu þroti í jafnréttisumræðunni“

Þó nokkrir svöruðu þingmanninum þar á meðal Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar , sem sagðist sjá blikur á lofti, sér í lagi í orðum Sigríðar, um mikla gjá á milli flokka á þingi þegar kæmi að jafnrétti. „Það er tómt mál að mínu viti að tala um svigrúm, það er tómt mál að tala um frelsi, þegar jafnrétti er ekki til staðar,“ sagði þingmaðurinn í pontu.

Flokksfélagi Þorgerðar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, tekur undir með formanni sínum. „Ég heyrði orð hér inn í sal rétt áðan að það væri ákveðið þrot í málum hvað varðar jafnrétti. Mér finnst það lýsa algjöru þroti að ætla að segja pass við jafnrétti og ætla ekki að taka þátt í því og raunar algjört þrot að sjá ekki verukeikann fyrir það sem hann er,“ sagði Þorbjörg. 

Menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, steig í pontu á eftir Þorbjörgu og beindi máli sínu að Sigríði. „Út af orðum háttvirts þingmanns, Sigríðar Á. Andersen, um að jafnréttismál séu bara einhverjar gamlar lummur, þá vil ég hafna því algerlega. Ég vil hafna þessum málflutningi og benda háttvirtum þingmanni á það að landsframleiðsla, hún er meiri á Íslandi út af því að atvinnuþátttaka íslenskra kvenna er sú allra mesta í veröldinni.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár