Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vonar að fólk fari ekki að flýja Seyðisfjörð

Hólm­fríð­ur Guð­jóns­dótt­ir, vara­formað­ur Slysa­varn­ar­deild­ar­inn­ar Rán­ar á Seyð­is­firði, seg­ir heima­menn ró­lega en kvíðna vegna ham­far­anna fyr­ir aust­an. Aur­skriða féll á hús í nótt og reif það af grunni sín­um. Rignt hef­ur næsta lát­laust í tíu daga eystra. Jól­in eru kom­in í bið.

Vonar að fólk fari ekki að flýja Seyðisfjörð
Breiðablik gjörónýtt Eins og sjá má er húsið gjörónýtt eftir að skriðan hreif það með sér. Mynd: Aðsent

Tvær aurskriður féllu í nótt í ausandi vatnsveðri á Seyðisfirði. Önnur þeirra lenti á húsinu Breiðabliki og hreif það af grunni sínum 50 metra vegalengd. Húsið er gjörónýtt eftir. Hólmfríður Guðjónsdóttir, varaformaður Slysavarnardeildarinnar Ránar á Seyðisfirði, segir heimmenn bregðast við af æðruleysi en séu kvíðnir. Hún hefur eilitlar áhyggjur af því að fólk muni hugsa sig tvisvar um varðandi áframhaldandi búsetu í bænum, fólk sem á þar kannski ekki rætur. Jólahald mun þá eitthvað raskast. „Það liggur við að maður sé búin að setja jólin á hold.“

Hólmfríður var komin út í björgunarsveitarhús þegar blaðamaður náði í hana í síma. „Ég held að fólk sé rólegt yfir þessu öllu saman en kvíðið. Það er alveg ausandi rigning hérna ennþá og ekki farið að birta almennilega. Það verður ekki fyrr en í birtingu sem við sjáum almennilega hvernig ástandið er. Það er bara spurning hvernig þetta endar.“

Húsið Breiðablik við Austurveg sem aurskriðan hreif með sér um klukkan þrjú í nótt og bar um 50 metra leið er gjörónýtt. Hólmfríður segir að eigandi hússins, sem er erlend kona, hafi ekki verið á Seyðisfirði og enginn hafi verið í húsinu. „Það er bara gjörónýtt, allt brotið og bramlað.“

Hólmfríður segir ljóst að eitthvað tjón hafi orðið á öðrum húsum í bænum, fyrir utan það tjón sem hafi orðið á gróðri og öðrum eignum. „Menn hafa bara ekkert komist í að skoða þetta á meðan ástandið er eins og það er. Það flæðir inni í kjallara og inn í mörg hús í þessu úrhelli hérna.“

Rignt sleitulaust í tíu daga

Úrkoman byrjaði 10. desember síðastliðinn og hefur rignt næsta sleitulaust síðan þá að sögn Hólmfríðar. „Það hefur ekki rignt svona lengi hérna í mínu minni, við höfum kannski fengið rigningu í tvo eða þrjá daga en ekki svona.

„Ég held að enginn hafi getað búist við svona mikilli rigningu“

Skriðuhætta er þekkt í Seyðisfirði en Hólmfríður segir þó að enginn sé undirbúinn undir hamfarir sem þessar. „Ekki eins og þetta, það hafa komið spýjur niður hlíðar hér áður en ekkert í líkingu við þetta. Það er bara hálf hlíðin að koma niður. Ég held að enginn hafi getað búist við svona mikilli rigningu.“

Að sögn Hólmfríðar hafa um 120 manns þurft að yfirgefa hús sín vegna skriðuhættunnar. Allt það fólk hefur fengið gistingu á Seyðisfirði hafi það æskt þess. „Fólk hefur verið boðið og búið að lána húsin sín standi þau tóm, fólk hefur gist á Hótel Snæfelli og Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu þar sem fólk getur gist og fengið að borða. Það hjálpast allir að og halda um hvern annan.“

Sýnir mikilvægi gangna undir Fjarðarheiði

Fjarðarheiði er eina leiðin á landi sem liggur á Seyðisfjörð og er oft á tíðum farartálmi. Seyðfirðingar hafa enda bent á það árum saman að svo sé og kallað eftir jarðgöngum. Hólmfríður segir að leiðindafæri sé á heiðinn núna, slydda og leiðinda skyggni. Hún sé þó ekki farartálmi hvað varðar aðföng eða mannskap til aðstoðar að svo stöddu. „Við þurfum engu að síður göng hingað, það er ekki hægt að búa við þetta,“ segir Hólmfríður.

Björgunarsveitinn Jökull af Héraði hefur sent mannskap niður á Seyðisfjörð til aðstoðar við heimamenn í Björgunarsveitinni Ísólfi. Kallað verður á fleiri ef tilefni er til. Verkefni sveitanna verður að reyna að hreinsa til og bjarga þeim verðmætum sem hægt er að bjarga, verði mögulegt að fara um svæðið vegna skriðuhættu.

„Það liggur við að maður sé búin að setja jólin á hold“

Þrátt fyrir ástandið segir Hólmfríður að heimamenn taki stöðunni með jafnaðargeði. „Getur maður nokkuð gert annað? Það þýðir ekkert að verða brjálaður eða tapa sér yfir þessu, það verður bara að taka því sem að höndum ber. Ég vona bara að fólk fari ekki að flýja héðan vegna þessa. Ég hef kannski svolitlar áhyggjur af því, að fólk hugsi sig tvisvar um, fólk sem á ekki rætur hingað. Það er auðvitað ekki skemmtileg tilhugsun að þurfa að rýma húsin sín kannski ítrekað og vita ekkert hvað verður um þau, vera alveg bjargarlaus. En við náttúrulega ráðum ekki við náttúruna, það er bara málið, manninum tekst aldrei að temja náttúruna.“

Nú styttist til jóla og ástandið á Seyðisfirði mun setja mark sitt á jólahald að mati Hólmfríðar. „Það liggur við að maður sé búin að setja jólin á hold. Mér finnst það svolítið stemningin en ég held nú samt að við höldum upp á jólin, þau koma alltaf þó þau verði kannski aðeins öðru vísi en vanalega vegna þessa.“

Gríðarlegar hamfarirSvo sem sjá má hefur skriðan verið mjög stór.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár