Íslendingar hafa gengið í gegnum margar kreppur, stórar og smáar, líkt og aðrar þjóðir.
Þegar talað er um Covid-kreppuna sem „verstu kreppu í hundrað ár“ er það líklega satt í prósentum talið, en jafnan gleymist að geta þess að núna er af stærri upphæðum að taka, meiraðsegja að raunvirði.
Tíu prósent kjaraskerðing af milljón krónum er sannarlega mikið. En það er samt minna í reynd en tíu prósent af þrjú hundruð þúsundum.
Af því að sá launahærri þolir höggið betur. Hinn kemst iðulega á vonarvöl. Eins og dæmin sanna.
Eða eins og það var orðað í hina áttina í einhverri Ástríksbókanna: Tíu prósent hækkun á núlli er núll.
Hér er ætlunin í fáeinum stuttum greinum að segja frá Íslendingum og kreppum. Og viðbrögðum okkar við þeim.
–– ––
Hverfum ögn aftur í tímann. Atvinnuhættir voru þá öðruvísi, en fólk er alltaf fólk, og það vill framfleyta sér og sínum. …
Athugasemdir