Syngjum veiruna í burtu er Facebook-hópur sem var stofnaður í fyrstu bylgju faraldursins. Þar skiptist fólk á að setja inn innslög af sér að syngja til að stytta öðrum meðlimum hópsins stundina í samkomubanninu. Sumir hafa verið mjög öflugir þátttakendur í þessu átaki og fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína.
Bjarkey Líf
Þeirra á meðal er Bjarkey Líf Ásmundsdóttir, sem segir hópinn „eina bestu grúppu sem hefur verið fundin upp“. „Fólki gefst tækifæri til að láta ljós sitt skína. Ég hef verið með frá upphafi og hef verið að setja inn efni einu sinni í viku eða á tveggja vikna fresti, eða það fer eftir stuðinu. Stundum hefur bara liðið dagur á milli.“ Hún hefur lagt nokkurn metnað í myndböndin. „Ég ákvað í sumar að fara í nokkrar kirkjur á Suðurlandi og syngja í þeim því það er svo æðislegt „sound“ í kirkjum. Sum lögin voru gerð …
Athugasemdir