Guðrún Jóhannesdóttir er níræð. Hún ólst upp á bænum Flóðatanga í Borgarfirði frá sjö ára aldri og er dóttir hjónanna Ingibjargar Sveinsdóttur og Jóhannesar Jónssonar og átti sex systkini. „Elsta barnið var ekki orðið 10 ára þegar það yngsta fæddist. Það var mikið að gera. Þetta er svolítið afskekkt þar sem við áttum heima, ekkert langt frá Munaðarnesi.“
Guðrún er spurð um jólin í sveitinni á æskuárunum.
„Ég held að ég muni best eftir gömlu góðu jólunum. Þó það sé mikið um að vera nú orðið um jólin þá finnst mér jólin í gamla daga hafa verið heilbrigðari. Mér finnst þetta jólastand núna vera orðið dálítið umleikis. En mér finnst jólin alltaf vera jafnskemmtileg.
„Ég finn aldrei neina eplalykt núna“
Það er svo margt sem er mér minnisstætt. Það er mér til dæmis minnisstætt þegar eplin komu fyrir jólin en það var tilbreyting að fá epli og appelsínur sem ég …
Athugasemdir