Það hefur verið ákveðið endurlit í gangi hjá Bubba Morthens síðustu misseri. Þess verður vart í skrifum hans á samfélagsmiðlum, með sýningunni Níu líf sem sett var upp í Borgarleikhúsinu áður en Covid-faraldurinn skall á og á að hefja sýningar á nýjan leik í janúar, og síðast með nýjum myndlistarverkum hans þar sem gömul textabrot frá ýmsum tímum fá að njóta sín. Endurlit kallar á skoðun á lífinu, á því hver við erum, hvaða slóð við höfum fetað og hvernig okkur líður í dag með allt það í farteskinu sem lífið hefur fært okkur.
Þrátt fyrir að lífið hafi hent ýmsu í Bubba, góðu og vondu, segist hann ekki sjá eftir neinu. „Mér líður fyrst og fremst eins og ég sé lifandi. Við fáum alltaf öðru hvoru öldur til að sörfa, listamenn, ástin, lífið allt. Eins og þegar ég kom fram á sjónarsviðið þá fann ég mér öldu, risastóra öldu …
Athugasemdir