Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Bubbi skrifaði sig frá sjálfsvígshugsununum

Þrátt fyr­ir að líf Bubba Mort­hens hafi ver­ið rúss­íbanareið með áföll­um, mis­tök­um og ótal vond­um hlut­um sér hann ekki eft­ir neinu. Fengi hann tæki­færi til að end­urlifa líf sitt myndi hann vilja að það yrði ná­kvæm­lega eins. Orð­in og mús­ík­in urðu hans höf­uð­lausn og hans bjargráð á úr­slita­stund­um í líf­inu.

Bubbi skrifaði sig frá sjálfsvígshugsununum
Innri ró og hamingju það sem er eftirsóknarverðast „Stóra spurningin er alltaf hvað sé eftirsóknarverðast í lífinu? Jú, innri ró og hamingja. Það eina sem getur gert þig hamingjusaman er að vera algjörlega frjáls í eigin skinni, og til þess þarf mikla vinnu,“ segir Bubbi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Það hefur verið ákveðið endurlit í gangi hjá Bubba Morthens síðustu misseri. Þess verður vart í skrifum hans á samfélagsmiðlum, með sýningunni Níu líf sem sett var upp í Borgarleikhúsinu áður en Covid-faraldurinn skall á og á að hefja sýningar á nýjan leik í janúar, og síðast með nýjum myndlistarverkum hans þar sem gömul textabrot frá ýmsum tímum fá að njóta sín. Endurlit kallar á skoðun á lífinu, á því hver við erum, hvaða slóð við höfum fetað og hvernig okkur líður í dag með allt það í farteskinu sem lífið hefur fært okkur.

Þrátt fyrir að lífið hafi hent ýmsu í Bubba, góðu og vondu, segist hann ekki sjá eftir neinu. „Mér líður fyrst og fremst eins og ég sé lifandi. Við fáum alltaf öðru hvoru öldur til að sörfa, listamenn, ástin, lífið allt. Eins og þegar ég kom fram á sjónarsviðið þá fann ég mér öldu, risastóra öldu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár