Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri og annar af þáverandi stærstu hluthöfum Samherja, reyndi að láta taka Edduverðlaun Helga Seljan sjónvarpsmanns af honum í byrjun árs 2019. Ástæðan sem Kristján gaf fyrir þessu var umfjöllun Helga um Samherja í Seðlabankamálinu svokallaða.
Þessi tilraun Kristjáns til að láta svipta Helga umræddum verðlaunum kemur fram í tölvupósti frá honum til Auðar Elísabetar Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA), sem veitir Edduverðlaunin ár hvert, þann 17. janúar árið 2019. Helgi fékk Edduverðlaunin sem Besti sjónvarpsmaður Íslands á árunum 2016 til 2017 eftir að hafa orðið hlutskarpastur í kosningum meðal almennings.
Samkvæmt heimildum Stundarinnar er þetta í fyrsta og eina skipti sem einhver utanaðkomandi aðili hefur reynt að láta svipta Edduverðlaunahafa verðlaunum sínum í rúmlega tuttugu ára sögu þeirra.
Síðan þetta atvik átti sér stað hefur Kristján selt stærstan hluta bréfa sinna í Samherja til barna sinna …
Athugasemdir