Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, var á heimleið eftir göngu um Laugardalinn þegar hún rakst, á horni Langholtsvegs, á konu með nokkur skilti í hendi sem hún veifaði hátt.
Á einu skiltanna stóð: Ótti lamar ónæmiskerfið. Konan var að mótmæla aðgerðum stjórnvalda gegn Covid-19.
Sabine þekkir veiruna vel, kannski of vel. Tengdafaðir hennar, Kristmann Eiðsson, lést af völdum hennar á Landakoti 27. október, aðeins fimm dögum eftir að hópsmit braust út.
„Hann var ekki deyjandi maður og var bara að bíða eftir hjúkrunarrými,“ sagði sonur Kristmanns og eiginmaður Sabine í viðtali við Stundina.
Tilfinningalega tengd
Skiltið fór fyrir hjartað á Sabine. Hún segist líta atvik eins og þetta öðrum augum vegna ótímabærs dauða tengdaföður síns. „Ég hef rætt við marga sem hafa misst ættingja sína vegna Covid og það er að sjá á þeim og mér að maður er tilfinningalega tengdur …
Athugasemdir