Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Loks opnað fyrir umsóknir um sérstaka frístundastyrki

Upp­hæð­in verð­ur fimm þús­und krón­um lægri en lof­að var. Styrk­irn­ir áttu að nýt­ast til tóm­stunda í sum­ar en það gekk ekki eft­ir. Fjár­heim­ild lá fyr­ir í sex mán­uði án þess að vera nýtt.

Loks opnað fyrir umsóknir um sérstaka frístundastyrki
Loks opnað eftir hálfs árs töf Loks hefur verið opnað fyrir umsóknir um sérstaka frístundastyrki til barna frá tekjulágum heimilum. Mynd: Alyssa Ledesma / Unsplash

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn frá tekjulágum heimilum. Um er að ræða efndir á loforði ríkisstjórnarinnar sem boðaðar voru í aðgerðapakka 2 vegna COVID-19 frá því í apríl.  Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2020 var sérstaklega tiltekið að styrkina ætti að veita til að „öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir í sumar.“ Það gekk ekki eftir.

Stundin greindi frá því í september að ekki hefði verið staðið við loforð um frístundastyrki þrátt fyrir að í fjáraukalögum, sem voru afgreidd sem lög frá Alþingi 11. maí síðastliðinn, hefði verið heimild upp á 600 milljónir króna í sértækan stuðning til sveitarfélaga til að veita styrki til tekjulágra heimila í því skyni að öll börn gætu stundað íþróttir og aðrar tómstundir óháð efnahag. Fjárheimild hefur því legið fyrir í sex mánuði án þess að vera nýtt.

Samkvæmt svörum frá félagsmálaráðuneytinu til Stundarinnar í september var stefnt að því að opna fyrir umsóknir í októbermánuði. Það gerðist hins vegar ekki fyrr en nú.

Styrkirnir sem um ræðir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaganna. Hægt er að sækja um styrk fyrir börn fædd á árunum 2005-2014 sem búa á heimili þar sem heildartekjur heimilis voru að meðaltali lægri en 740 þúsund krónur á mánuði á tímabilinu mars-júlí 2020. Sveitarfélögin annast afgreiðslu styrkjanna.

Um 13 þúsund börn eiga rétt á styrknum, sem nemur 45 þúsund krónum á barn. Það er lægri upphæð en lofað var í kynningu á aðgerðum að upphæðin yrði 50 þúsund krónur á barn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár