Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Loks opnað fyrir umsóknir um sérstaka frístundastyrki

Upp­hæð­in verð­ur fimm þús­und krón­um lægri en lof­að var. Styrk­irn­ir áttu að nýt­ast til tóm­stunda í sum­ar en það gekk ekki eft­ir. Fjár­heim­ild lá fyr­ir í sex mán­uði án þess að vera nýtt.

Loks opnað fyrir umsóknir um sérstaka frístundastyrki
Loks opnað eftir hálfs árs töf Loks hefur verið opnað fyrir umsóknir um sérstaka frístundastyrki til barna frá tekjulágum heimilum. Mynd: Alyssa Ledesma / Unsplash

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn frá tekjulágum heimilum. Um er að ræða efndir á loforði ríkisstjórnarinnar sem boðaðar voru í aðgerðapakka 2 vegna COVID-19 frá því í apríl.  Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2020 var sérstaklega tiltekið að styrkina ætti að veita til að „öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir í sumar.“ Það gekk ekki eftir.

Stundin greindi frá því í september að ekki hefði verið staðið við loforð um frístundastyrki þrátt fyrir að í fjáraukalögum, sem voru afgreidd sem lög frá Alþingi 11. maí síðastliðinn, hefði verið heimild upp á 600 milljónir króna í sértækan stuðning til sveitarfélaga til að veita styrki til tekjulágra heimila í því skyni að öll börn gætu stundað íþróttir og aðrar tómstundir óháð efnahag. Fjárheimild hefur því legið fyrir í sex mánuði án þess að vera nýtt.

Samkvæmt svörum frá félagsmálaráðuneytinu til Stundarinnar í september var stefnt að því að opna fyrir umsóknir í októbermánuði. Það gerðist hins vegar ekki fyrr en nú.

Styrkirnir sem um ræðir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaganna. Hægt er að sækja um styrk fyrir börn fædd á árunum 2005-2014 sem búa á heimili þar sem heildartekjur heimilis voru að meðaltali lægri en 740 þúsund krónur á mánuði á tímabilinu mars-júlí 2020. Sveitarfélögin annast afgreiðslu styrkjanna.

Um 13 þúsund börn eiga rétt á styrknum, sem nemur 45 þúsund krónum á barn. Það er lægri upphæð en lofað var í kynningu á aðgerðum að upphæðin yrði 50 þúsund krónur á barn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
5
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.
Ásthildur Lóa lýsir barnungum barnsföður sínum sem eltihrelli
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa lýs­ir barn­ung­um barns­föð­ur sín­um sem elti­hrelli

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, sem í gær sagði af sér sem barna­mála­ráð­herra, seg­ir að pilt­ur­inn sem hún átti í sam­bandi við þeg­ar hann var fimmtán og sex­tán ára og hún rúm­lega tví­tug, hafi þrýst á og elti hana með þeim hætti að í dag væri það lík­lega kall­að elti­hrell­ing. Sjálf hringdi hún ít­rek­að í kon­una sem reyndi að vekja at­hygli for­sæt­is­ráð­herra á mál­inu og mætti óboð­in heim til henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár